• Orðrómur

Tara Margrét um viðtalið hjá Sindra: „Þetta átti svo sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir hefur verið ötull talsmaður feits fólks á Íslandi og er formaður Samtaka um líkamsvirðingu en hefur mátt þola aðkast og smánun vegna þeirrar baráttu sinnar, sérstaklega í kommentakerfum frétta- og samfélagsmiðla. Síðustu fjögur ár segir hún hafa verið þau erfiðustu í lífi sínu, meðal annars vegna stormsins sem gekk yfir eftir afdrifaríkt viðtal á Stöð 2.

Það var í mars 2017 sem kommentakerfi frétta- og samskiptamiðlanna fór á hliðina vegna viðtals Sindra Sindrasonar á Stöð 2 við Töru. Hún hafði verið beðin um að koma í beina útsendingu á mánudagskvöldi til að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist, sem haldin hafði verið helgina áður.

„Á ráðstefnunni komu saman jaðarsettustu hópar íslensks samfélags til að kynna málstaði sína og ræða hvernig hægt væri að berjast í sameiningu gegn jaðarsetningu. Ég kom algjörlega á bleiku skýi til Sindra, eftir að hafa verið á þessari ráðstefnu, og ætlaði að fræða fólk um það sem ég hafði lært á henni. Ég átti að lýsa minni upplifun eftir innslag um ráðstefnuna í fréttatímanum. Fyrir útsendingu fórum við yfir spurningarnar sem Sindri ætlaði að spyrja mig en í útsendingunni fór hann út fyrir handritið og spurði mig allt annarra spurninga en ákveðið hafði verið. Á einum tímapunkti spurði hann hvort fordómarnir komi ekki innan frá og ég ákvað bara að nota það sem ég hafði lært á ráðstefnunni, að við fæðumst fordómalaus en það sé samfélagið sem kenni okkur staðalímyndirnar og fordómana. Og ef þú þekkir ekki ákveðna tegund fordóma eða kannast ekki við þá er það vegna þess að þú hefur ekki orðið fyrir þeim og þar af leiðandi ertu í forréttindastöðu. Ég svaraði honum á þá leið að svona spurning geti bara komið frá manni í forréttindastöðu en Sindri tók það til sín persónulega og taldi meðal annars upp að hann væri hommi. Í geðshræringunni náði ég ekki almennilega að útskýra hvað ég ætti við.“

- Auglýsing -

Tara segir að eftir á hafi hún setið sem lömuð. „Ég man að þegar ég fór svo að sofa um kvöldið vonaði ég innilega að þetta yrði ekki gert að einhverju ljótu en þetta átti svo sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -