2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Teiknimyndir fyrir fullorðna

  Það er mesti misskilningur að teiknimyndir séu aðeins ætlaðar þeim sem eru yngri en tólf ára.

  Við þekkjum það öll að skemmta okkur konunglega yfir myndunum þegar við „neyðumst“ til að horfa á þær með börnunum. Það eru einnig til kvikmyndir sem eru sérstaklega ætlaðar fullorðnum, þó svo að börn geti líka notið þeirra. Hér eru nokkur góð dæmi.

  Myndin segir frá hinum lævísa Mr. Fox sem veit ekkert betra en að læðast út að næturþeli og stela kjúklingum og síder frá nærliggjandi bóndabýlum.

  Bragðarefur

  Snillingurinn Wes Anderson er þekktur fyrir súrrealískar og sniðugar kvikmyndir á borð við The Royal Tennebaums og Grand Budapest Hotel. Árið 2009 ákvað hann að breyta til og gerði hina stórskemmtilegu brúðumynd byggða á ævintýri Roahls Dahl.

  AUGLÝSING


  Myndin segir frá hinum lævísa Mr. Fox sem veit ekkert betra en að læðast út að næturþeli og stela kjúklingum og síder frá nærliggjandi bóndabýlum. Hann reynir þó að setja þorparaskóna á hilluna og vera ábyrgur faðir en hann stenst ekki mátið um að reyna síðustu ránsferðina. Margir þekktir leikarar ljá persónunum raddir sínar og þá verður sérstaklega að minnast á George Clooney sem talar fyrir Mr. Fox.

  Kallar ekki allt ömmu sína

  The Triplets of Belleville er kómísk frönsk teiknimynd sem var tilnefnd til fjölda alþjóðlegra verðlauna, meðal annars til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin árið 2004.

  Hún segir frá frú Souza sem leggur upp í mikla ævintýraför til að frelsa barnabarn sitt úr klóm ræningja, en honum var rænt er hann keppti í Tour de France-hjólreiðakeppninni. Furðulegt föruneyti hennar eru hundurinn Bruno og hinar öldruðu Belleville-systur sem sjá fyrir sér endurhvarf til frægðar og frama fyrri tíma. Yndisleg og hugljúf mynd fyrir alla aldurshópa.

  The Triplets of Belleville segir frá frú Souza sem leggur upp í  ævintýraför til að frelsa barnabarn sitt úr klóm ræningja.

  Söguleg ádeila

  Persepolis gerist í Teheran árið 1978 og segir sögu Marjane sem er átta ára. Hana dreymir um að verða spámaður sem frelsar heiminn og fylgist því spennt með atburðum sem leiða til byltingar og falls stjórnar Íranskeisara. Íslamska lýðveldið er stofnað í kjölfarið og reglur landsins umturnast skyndilega, sérstaklega hvað varðar hegðun og klæðaburð. Marjane neyðist til að ganga með blæju en dreymir um að gera uppreisn. Kúgunin innanlands harðnar dag frá degi og að lokum ákveða foreldrar Marjane að senda hana til Austurríkis til þess að vernda hana. Þar upplifir hún annas konar og persónulega byltingu; unglingsárin, frelsið og vímu ástarinnar, en einnig útlegð, söknuð og einsemd.

  Persepolis segir sögu Marjane sem dreymir um að verða spámaður sem frelsar heiminn.

  Klassísk kvikmyndaperla

  Í kvikmyndinni Who Framed Roger Rabbit lifir teiknimyndapersónan Roger Rabbit á meðal alvörufólks svo myndin er samblanda kvikmyndar og teiknimyndar. Dag einn er Marvin Acme, eigandi Acme fyrirtækisins og Toontown, myrtur og allt bendir til þess að Roger Rabbit, aðalstjarna Maroon Cartoons, hafi framið ódæðið. Sökinni hefur þó verið ranglega komið á hann en sá eini sem getur sannað sakleysi hans er Eddie Valiant, einkapæjari sem hatar teiknimyndapersónur. Eddie neyðist hins vegar til að hjálpa Roger þegar hinn síðarnefndi felur sig heima hjá honum. Eddie reynir að hreinsa mannorð Rogers og finna rétta sökudólginn áður en þorparinn valdasjúki Judge Doom, kemur höndum yfir Roger.

  Einkaspæjarinn Eddie neyðist til að hjálpa Roger Rabbit og lenda þeir félagar í ýmsum hremmingum.

  Byltingarkubb

  Aðalpersóna LEGO-teiknimyndarinnar er hinn löghlýðni og glaðlyndi verkakubbakarl Emmet sem vill bara fara eftir settum reglum og kubba eftir leiðbeiningum. Byltingarsinnar vilja hins vegar fá að kubba án leiðbeininga og vegna misskilnings eru þeir sannfærðir um að Hemmi sé hinn útvaldi sem muni bjarga heiminum. Hann er því fenginn til að leiða baráttuna gegn hinum illa Harðstjóra sem hefur bannað að kubbað sé án viðeigandi leiðbeiningabæklinga. Í fyrstu lýst honum ekkert á hið nýja hlutverk sitt enda hefur hann ekki hugmynd um hvernig á að kubba án leiðbeininga en sem betur fer nýtur hann aðstoðar góðra vina. Myndin er stútfull af vísunum í raunveruleikan og poppkúltúr svo hún er á köflum stórkostlega

  Hinn löghlýðni og glaðlyndi verkakubbakarl Emmet vill bara fara eftir settum reglum og kubba eftir leiðbeiningum.

   

  Lestu meira

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is