Tengir saman verktaka og verkkaupa:„Ég hlakka til framhaldsins“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ilmur Eir Sæmundsdóttir er ein af þessum hugmyndaríku konum sem láta fátt stoppa sig. Hún er í fæðingaorlofi en þurfti að afla tekna og datt þá í hug að opna vefsíðu sem tengir saman verktaka og verkkaupa á auðveldan hátt. Ilmur segist hafa lifað skemmtilegu og ævintýraríku lífi sem hún er afar þakklát fyrir.

 

 

Vefurinn Maur.is tengir saman verktaka og fyrirtæki við þá sem þurfa á þjónustu þeirra að halda og er án efa einstaklega þörf síða. Hver hefur ekki staðið í þeim sporum að vanta iðnaðarmann eða einhverja fagmanneskju sér til aðstoðar og vita ekki hver er bestur, ódýrastur eða skjótvirkastur.

„Maur.is varð til eftir margra mánaða vinnu og er þegar farinn að nýtast verktökum og fyrirtækjum sem vilja bæta við sig verkefnum. Tökum dæmi: Ef Nönnu vantar t.d. málara, ljósmyndara, förðunarfræðing eða veislustjóra svo eitthvað sé nefnt, þá fer hún á maur.is og leitar eftir þeirri þjónustu. Hún ræður þann sem henni líst best á og þegar verkefni lýkur gefur hún sína umsögn. Þannig er hægt að mæla með aðilum og fyrirtækjum en einnig vara við ef einhverjir standa ekki við orð sín,“ segir Ilmur, konan á bak við Maur.is.

„Það tekur á að byrja og byggja upp sitt fyrsta start-up-fyrirtæki, ólétt og með lítið barn heima. Dagarnir hafa margir verið erfiðir en sem betur fer á ég frábæran kærasta og fjölskyldu sem hafa veitt mér gríðarlegan stuðning.

„Það tekur á að byrja og byggja upp sitt fyrsta start-up-fyrirtæki, ólétt og með lítið barn heima.“

Nú er vefsíðan komin í loftið og ég vona svo innilega að ég geti aðstoðað ekki einungis mæður í fæðingarorlofi sem geta nýtt hæfileika sína, eins og t.d. förðunarfræðinga, forritara, kennara, klæðskera, ljósmyndara – listinn er endalaus, heldur einnig alla þá sem missa vinnuna skyndilega, þá sem vantar aukatekjur og bara alla á íslenskum atvinnumarkaði sem geta nýtt sér þennan vettvang,“ segir Ilmur Eir.

Viðtalið við Ilmi Eir er að finna í 39. tölublaði Vikunnar.

Lestu viðtalið við Ilmi í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -