• Orðrómur

„Það er ekki hægt að stytta sér leið í listinni“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Brynhildur Guðjónsdóttir, Borgarleikhússtjóri, prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars listina sem hún segir vera þrotlausa vinnu. Þeir sem endist í þessum bransa sé fólk sem hafi aldrei talið það eftir sér að slíta sér út fyrir listina. 

Brynhildur skellir upp úr þegar blaðamaður missir út úr sér að það sé eins gott að manni finnist gaman í vinnunni þegar maður vinnur sem listamaður, því varla fari maður út í það peninganna vegna.

„Nei, við erum nú voðalega oft í hálfgerðri hugsjónavinnu. En kannski einhverjir í Ameríku hugsi með sér að þeir geti orðið ríkir af þessu, ég veit auðvitað ekkert um það,“ segir hún hlæjandi. „En ég get vottað það sjálf eftir að hafa verið fastráðin leikkona bæði í Þjóðleikhúsinu og hér í Borgarleikhúsinu að listamenn sem eru með fastráðningarsamninga eru mjög lánsamir. En þetta er þrotlaus vinna og maður verður einfaldlega líka að leggja rosalega hart að sér. Þetta kemur ekkert af sjálfu sér. Þeir sem endast í þessum bransa er fólk sem hefur bara aldrei talið það eftir sér að slíta sér út fyrir listina. Og það mun aldrei breytast. Þú verður að vera tilbúinn að taka skrefin, fara í gegnum þyrnirunnana og láta lemja þig nokkrum sinnum. Svo eru sumir sem halda að þeir fái allt upp í hendurnar og einblína bara á augnablikið þar sem þeir halda á einhverjum verðlaunum en allt sem er utanáliggjandi er bara hjóm. Fyllingin og hamingjan kemur með því að leggja á sig og uppskera, ekki bara fá. Og það er ekki hægt að stytta sér leið í listinni.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -