• Orðrómur

„Það er skylda að skrá óvænt atvik“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Alma D. Möller var fyrst kvenna til að gegna embætti landlæknis hér á landi og er glæsilegur fulltrúi þeirra í öllu tilliti. Hún hefur staðið í eldlínunni allt frá því að COVID-19 kom til landsins, fyrir rúmlega ári, en hefur einnig mætt öðrum erfiðum og krefjandi verkefnum í starfi. Hún hefur látið til sín taka gæða- og öryggismál í heilbrigðiskerfinu, gert úttektir og sent skýr skilaboð til stofnana um þau mál. Alma segist fagna allri umræðu um öryggi sjúklinga en minnir á að að hún þurfi að fara fram af yfirvegun.

„Það er skylda að skrá óvænt atvik,“ segir Alma með áherslu. „Hver einasta stofnun á að halda skrá yfir allt það sem fer aflaga, eða hefði getað valdið sjúklingi skaða. Alvarleg atvik koma síðan inn á borð hjá Embætti landlæknis, en okkur ber skylda til að skoða slík mál til að hægt sé að vinna að úrbótum á þeim og til að hindra að þau geti gerst aftur. Við skoðum atvik, bendum á leiðir til úrbóta og fylgjum þeim eftir.“ Hún bætir við að það komi einnig kvartanir, t.d. frá aðstandendum eða sjúklingum, en að þau mál séu unnin með öðrum hætti, skv. lögum. „Þegar kvartanir berast þá skoðum við hvort mistök hafi verið gerð eða að um vanrækslu hafi verið að ræða, það er að segja þegar hlutir eru ekki gerðir sem hefði átt að gera. „Þau mál eru unnin með öðrum hætti því við fáum þá utanaðkomandi óháða aðila til að fara yfir þau. Sjúklingur eða aðstandandi getur komið með andsvör og einnig sá sem kvartað er yfir.

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Ölmu í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -