„Það sem gerist í æsku eltir mann ansi langt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það eru margir meðvirkir með hundinum sínum og láta hann hafa of mikil áhrif á sig tilfinningalega en maður þarf að læra að taka það ekki neikvætt inn á sig þótt hundurinn sýni erfiða hegðun og læra að hafa samskipti á þann hátt að hægt sé að byggja traust og vinna hlutina saman,“ segir Heiðrún Villa sem starfar sem hundaþjálfari. Hún segist sjá hvernig hundarnir og vinnan með þá hafi spilað stóran þátt í þroska hennar við að takast á við erfiða hluti og er fullviss um að það sé einhver stærri tilgangur með hundunum en fólk geri sér grein fyrir.

 

„Allir sem koma inn í líf mitt þroska mig á einhvern hátt og ég horfi á alla mína lífsreynslu sem lærdóm,“ segir Heiðrún Villa þar sem við sitjum yfir kaffibollum og kruðeríi á kaffihúsi í miðbæ Akureyrar dag einn í júní. „Ég er mjög þakklát fyrir allt sem ég hef lært því mér finnst ég ofboðslega sterk í dag og heppin að eiga allt lífið fram undan með þennan styrk sem ég hef öðlast.“

Heiðrún Villa er fædd og uppalin á Dalvík og segist alltaf hafa sótt mikið í dýrin, þá sérstaklega hunda. „Dýrin gáfu frá sér mikinn kærleika, dæmdu mig ekki, fyrirgáfu allt og tóku mér opnum örmum. Ég ólst upp á heimili þar sem var alkóhólismi og hjá dýrunum fann ég þessa skilyrðislausu ást og þann stuðning sem ég fékk kannski ekki alltaf heima hjá mér. Eins og gjarnan vill vera á heimili þar sem er alkóhólismi þurfti ég sem barn að taka mikla ábyrgð á sjálfri mér snemma. Þótt ég ætti gott fólk í kringum mig þurfti ég að standa mikið með sjálfri mér. Mig vantaði skilyrðislausa ást og hana fann ég hjá dýrunum, sérstaklega hjá hundunum,“ segir hún.

„Síðustu tvö ár eða svo hef ég síðan öðlast skilning á því hvernig æska mín, og reyndar líka ýmislegt sem gerðist seinna á lífsleiðinni, mótaði mig og þroskaði og það er dásamlegt að uppgötva það og ná að hreinsa það út og sjá hvernig það hefur styrkt mig, því það sem gerist í æsku eltir mann ansi langt. Lífið er alltaf að sýna manni það aftur og aftur að maður þarf að vinna úr allri svona reynslu, jafnvel þótt það þýði að maður þurfi að reka sig harkalega á. Í dag er samband mitt við foreldra mína mjög gott. Ég er stolt af þeim fyrir þeirra sjálfsvinnu og mamma hefur verið mikil fyrirmynd fyrir mig í þeim málum. Ég sé líka hvernig hundarnir, og vinnan með þá sem hundaþjálfari, hafa spilað gríðarstóran þátt í mínum þroska í að takast á við erfiða hluti.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun >

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -