Þegar dauðinn knýr dyra en kallið er ekki komið

Deila

- Auglýsing -

Anna Björk Eðvarðsdóttir fékk bráðaheilahimnubólgu árið 2002 og mátti minnstu muna að allt færi á versta veg. Í forsíðuviðtali við Vikuna segist Anna Björk handviss um að hún hafi verið við það að kveðja þessa jarðvist en verið kölluð til baka og veikindin hafi veitt sér nýja sýn á lífið.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar, sem kemur út í dag.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Önnu Björk var haldið sofandi á spítala í tíu daga en læknarnir höfðu ekki hugmynd um hvað væri í gangi. Þeir vissu að það væri einhver sýking en hvurslags sýking og af hverju hún stafaði var þeim hulin ráðgáta. Anna var komin með punktablæðingar um allan líkamann, líffærin flest hætt að starfa og öll lífsmörk að hverfa þegar eiginmaður hennar var kallaður á fund þar sem læknarnir sögðu honum að það væri góður möguleiki á því að hún væri að deyja.

„Hann barði í borðið og sagði að þeir mættu ekki láta mig fara; ég væri móðir með þrjú ung börn og þeir yrðu að gera allt sem hægt væri.“

„…allt í einu kristallast fyrir manni hvað lífið er viðkvæmt og það vekur upp óöryggi og hræðslu.“

Þegar Anna Björk vaknaði gerði hún sér enga grein fyrir því af hverju hún væri rúmliggjandi á spítala. Hún segir það hafa verið óhugnanlegt að vakna til veruleika þar sem allt var breytt.

„Allt sem maður þekkti og gekk að sem vísu var breytt. Þessu fylgdi hræðsla. Maður verður óöruggur með sig og svo tættur andlega. Ég var ofsalega óörugg í einhverja mánuði á eftir. Maður er ekkert að velta dauðanum fyrir sér þegar maður er ungur. Svo kemur eitthvað svona sem hvellstoppar mann og allt í einu kristallast fyrir manni hvað lífið er viðkvæmt og það vekur upp óöryggi og hræðslu.“

Anna prýðir forsíðu 26. tölublaðs Vikunnar.

- Advertisement -

Athugasemdir