2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þegar lífið breytist á augabragði

  Katrín Mixa hafði ráðgert að fara í hjálparstarf í Palestínu og var nýlent í London þegar fréttir bárust að heiman af alvarlegu slysi. Báðir foreldrar hennar lágu slasaðir á gjörgæslu. Áætlanir um hjálparstarfið voru því lagðar til hliðar. Katrín flaug aftur heim og lenti í miðjum hvirfilvindi þar sem móðir hennar var nú lömuð frá öxlum og skortur á áfallahjálp varð til þess að fjölskyldan varð ekki söm.

   

  Brottfarardagurinn, 27. mars 2009, rann upp. Katrín átti pantað flug eldsnemma um morguninn til London þar sem hún ætlaði að gista eina nótt áður en hún héldi áfram ferð sinni yfir til Palestínu. Foreldrar hennar ákváðu að keyra hana út á flugvöll um nóttina; faðir hennar sat við stýrið. „Ég lagðist í aftursætið og sofnaði og veit í dag að slíkt gerir maður ekki,“ segir Katrín hugsi. „Bílferð má ekki eingöngu vera á ábyrgð bílstjórans. Við vorum öll syfjuð og tætt. Ég hafði vakað alla nóttina og mamma og pabbi höfðu líka lítið sofið. Hann var kvíðinn og sú hugsun helltist yfir hann að dóttir hans væri að fara á þetta átakasvæði þarna úti. Ég veit minna um það hvað bærðist innra með mömmu en auðvitað duldist mér ekki að hún væri enn ósátt við þessa ákvörðun mína.“

  „Bílferð má ekki eingöngu vera á ábyrgð bílstjórans.“

  Katrín kvaddi foreldra sína á flugvellinum og við tók ferðalagið til London. Þegar hún lenti á Heathrow-flugvelli kveikti hún á farsímanum sínum sem var sími þess tíma, takkasími, sem bauð ekki upp á meira en að tala í hann og senda smáskilaboð.

  Hún segir að um leið og hún hafi kveikt á símanum hafi borist nokkur SMS-skilaboð frá fólki sem spurði, að því er henni fannst varfærnislega, hvort það væri allt í lagi með hana. Auk þess hafi hún verið með ósvöruð símtöl, jafnvel frá fólki sem hún var ekki í miklu sambandi við öllu jafna.

  AUGLÝSING


  Katrín segir sögu sína í nýjustu Vikunni.

  „Mér fannst þetta heldur mikil hystería í öllum að vera að tékka svona á mér, ég væri nú ekki enn stödd á neinu átakasvæði. Auk þess biðu mín skilaboð í talhólfinu þar sem elsta systir mín bað mig um að hringja í sig. Ég hringdi í hana og hún sagði mér að mamma og pabbi væru bæði á gjörgæslu.“

  Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur á sölustaði í dag.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Mynd / Hákon Davíð Björnsson
  Förðun / Perla Kristín 

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is