2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Ég fann að þetta hafði mikil áhrif, ekki bara líkamlega heldur á geðið“

  Fáir geta líklega gert sér í hugarlund hvernig er að fá fréttir sem í raun umturna öllu lífi manns. Að greinast með lífshættulegan sjúkdóm er ekki bara spurning um að takast á við líkamlegu veikindin og ná bata, í raun fara allar áætlanir, hugsanir, vonir og þrár úr skorðum. Þetta þekkir Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Ljóssins, mætavel.

  Sólveig greindist með krabbamein í janúar 2017, þá þrjátíu og sex ára. Þegar greiningin lá fyrir var Sólveig í fullri vinnu, með þrjú börn og eiginmann. Það liggur í hlutarins eðli að henni var kippt út úr lífinu, allt varð upp frá því að snúast um heilsuna. „Algjörlega, það fyrsta sem maður hugsar er: Ég ætla að lifa af og fer á spítalann til þess. Eftir fyrstu lyfjameðferðina varð ég rosalega veik. Ég fann að þetta hafði mikil áhrif, ekki bara líkamlega heldur á geðið. Ég þurfti þess vegna að endurskoða margt og leggja niður fyrir mér hvernig næstu mánuðirnir yrðu. Ætlaði ég að liggja bara veik heima hjá mér eða voru fleiri möguleikar í stöðunni.“

  Sólveig prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar ásamt Hjördísi Hendriksdóttur sem er ein þeirra sem hefur sótt þjónustu í Ljósið.

  Sólveig og Hjördís prýða forsíðu 20. tölublaðs Vikunnar.

  Myndir / Hallur Karlsson
  Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is