„Þegja, þrauka, þola“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emeritus í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands er meðal okkar virtustu fræðimanna. Hún hefur áratuga reynslu af barna- og fjölskyldumálum og talar í Vikunni um áhrif áfalla á fjölskyldulíf.

Upp úr 1980 fannst Sigrúnu að sér hafi fundist tími til kominn að komið yrði á traustu námi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og til að geta unnið að því hafi hún ákveðið að ljúka doktorsnáminu með stórri megindlegri rannsókn á aðstæðum íslenskra fjölskyldna á erfiðum tíma í íslensku þjóðfélagi.

„Ég vildi skoða aðlögunarhæfni í íslenskum fjölskyldum og hvernig fólk virkar í hjónabandi sem stendur af sér allar þessar kröfur og þrautir og niðurstaðan var sú að ég bjó til kenninguna um Þegja, þrauka, þola. Það er að segja, einkenni þeirra fjölskyldna sem kláruðu sig í gegnum erfiðleikana var seigla, samstaða og að kvarta ekki.“

Vikan kemur í verslanir á fimmtudögum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í mögnuðu forsíðuviðtali við Dr. Sigrúnu í Vikunni sem kemur í verslanir á morgun. Hún talar einnig um æsku sína og föðurmissinn.

Auk hennar er talað við Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndlistakonu sem fór í ævintýralegt ferðalag um Japan meðan kórónuveirufaraldurinn hélt flestum heima við. Augu listamannsins eru næm og Guðrún Erla tók einstakar myndir.

Irina Petrik söngkona rifjar um dásamlega ferð sína og eiginmannsins, sem nú er nýlátinn, um Ísland en hann bað hennar hér og Sævar Kristinsson framtíðarfræðingur útskýrir í hverju starf hans er fólgið.

Fjallað er um einmanaleika, sjónvarpsþættina Sweetness in the Belly, sólarvarnir og skjaldfléttur. Aðalsmerki Vikunnar er jú, fjölbreytileikinn.

Ekki missa af Vikunni sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Kaupa blað í vefverslun

Mynd / Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -