„Þetta var ákvörðun sem þurfti að taka hratt" |

„Þetta var ákvörðun sem þurfti að taka hratt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók nýverið sæti á Alþingi eftir að hafa starfað sem saksóknari síðastliðin tvö ár. Hún hefur tekið að sér veislustjórn og uppistand sem nokkurs konar hliðarveröld við það sem hún fæst dagsdaglega við í sínu starfi. Þorbjörg segir þingmennskuna ef til vill ekki svo ólíka starfi saksóknarans, verið sé að tala fyrir ákveðnum málstað og oft þurfi að taka erfiðar ákvarðanir.

„Ég stóð úti í garði á inniskónum að þvo eldhúsgluggann heima hjá mér síðdegis á föstudegi þegar ég heyrði að síminn hringdi inni og hann hringdi aftur svo ég fór inn að svara.“

Svona lýsir Þorbjörg aðdraganda þess að henni bauðst að taka sæti Þorsteins Víglundssonar á Alþingi. „Þá var þetta erindið. Ég viðurkenni að mér brá en þetta var ákvörðun sem þurfti að taka hratt. Svo var ég hætt í vinnunni minni hjá ríkissaksóknara á þriðjudegi. Ég fann að þetta vildi ég gera,“ segir hún í forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er á forsíðu nýjustu Vikunnar.

Þar talar hún einnig um hvernig sé að vinna á sama vinnustað og fyrrverandi eiginmaður, hjáverkefnin í veislustjórn og uppistandi, lagasetningum um nauðgun og aðdáunarklúbb Ruth Bader Ginsburg. Þorbjörg er skemmtileg og lífleg kona en engu að síður augljóst að lögin og setning laga fyrir landsmenn er að hennar mati alvörumál.

Auk Þorbjargar spjallar Vikan við Julio Calvi sem hingað flutti frá Bólivíu og er að kynna vinum og vandamönnum Saltenas-bökur, pulsurnar þeirra Bólivíumanna ogJón Víðis dáleiðari og töframaður segir frá þessum ólíku störfum sínum.

Farið er yfir hvernig best er undirbúa hjólatúra sumarsins, rækta strútalilju og halda nöglunum heilbrigðum. Fjallað um sjónvarpsþættina Normal people en þeir eru gerðir eftir metsölubók Sally Rooney og Tutti Frutti-skartgripi frá Cartier.

Margt fleira fyndið, spennandi og fróðlegt er að finna í nýju glæsilegu tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Kaupa blað í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira