Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Þetta var erfitt hjónaband“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björg Magnúsdóttir hefur sigrað hjörtu landsmanna með frísklegri framgöngu sinni í útvarpinu og í sjónvarpsþáttunum Kappsmál og Söngvakeppni sjónvarpsins. Í viðtali í nýjustu Vikunni segir hún síðasta ár hafi verið erfitt, það sé glatað að standa í skilnaði, en á endanum snúist lífið um að horfast í augu við sjálfa sig og taka á því sem aflaga hefur farið.

Björg giftist  uppistandaranum York Underwood árið 2016. Í fyrra var komið að leiðarlokum sambandsins og þau skildu. Var þetta erfiður skilnaður? „Þetta var erfitt hjónaband,“ svarar Björg eftir dálitla þögn. „Þetta var ekkert skemmtiprógramm. Sambandið var komið á ákveðna bjargbrún eftir langan aðdraganda og á endanum varð það sameiginleg niðurstaða að við myndum skilja.“

Upplifðirðu það sem ákveðið skipbrot? „Þegar maður giftir sig þá sér maður ekki endilega fyrir sér að maður muni skilja,“ segir Björg og hlær.

„Og maður er ansi lengi, kannski allt of lengi, að reyna að laga eitthvað af því maður ætlar ekki að láta það brotna. Skipbrot er hins vegar rosalega dramatískt orð, þetta gerðist yfir langan tíma þannig að það kom ekkert stórt sjokk í lokin. En, jú, auðvitað eru þetta vonbrigði og ógeðslega sárt. Maður fer í gegnum allar þessar tilfinningar og, já, þetta er bara glatað. Svo bara spurning hvernig maður vinnur úr því. Ég hef verið með mjög góðan sálfræðing á kantinum og það hefur reynst mér mjög vel. Á endanum þarf maður að sigrast á einhverju innra með sér, það er verið að henda í fólk alls kyns þrautum í gegnum lífið og maður þarf að átta sig á því á því hver maður er og snúa hlutum af röngunni. Ég var komin á bullandi rönguna í þessu hjónabandi og þegar ég hugsa til baka þekki ég ekki sjálfa mig í öllum aðstæðunum. En það þarf að horfast í augu við það og takast á við það einhvern veginn.“

Ein leiðin er að hafa nóg að gera en í Vikunni má lesa meira um verkefni Bjargar á þessu ári og viðhorf hennar til skvísubókmennta.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -