Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Þorbjörg gefur gómsætar uppskriftir: Ketó-sörur og annað gotterí

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti, lífsmarkþjálfi, rithöfundur og yoga-kennari með meiru, gefur uppskriftir að gotterí sem seðjar alla löngun í sætindi.

„Eins og sumir vita þá bý ég bæði á Íslandi og í Danmörku og hef vanist ýmsum jólahefðum erlendis. Mér finnst t.d. gott að fá mér „æbleskiver“ með sultu og flórsykri, sem mætti kannski líkja við hrútspungana okkar. Þeir þykja ekkert sérlega jólalegir hérlendis gagnstætt sörum sem þykja ómissandi í desember, enda ferlega góðar. Svo er kostur við sörurnar hversu auðvelt að búa til ketó útgáfu af þeim og gera þær án þess að nota sykur og með fullt af rjóma og smjöri. Stundum langar manni hins vegar bara í einn góðan bita með kaffinu og þá getur verið tilbalið að grípa í karamellu- eða hnetukúlur. Rétt eins og sörur er einfalt að búa þær til og gott að geyma í frysti eða ísskáp. Hér fylgja uppskriftir að þessu. Njótið!“

Ketóvænar Sörur
24 stykki


Botn

4 eggjahvítur
240 g blanda af pekan og valhnetum
200 g Sukrin flórsykur

Stillið ofninn á 180°C. Setjið umhverfisvænan bökunarpappír á bökunarplötu.
Hakkið hnetur í matvinnsluvél eða með töfrasprota, gróft en ekki um of.
Þeytið eggjahvíturnar alveg stífar.
Blandið varlega Surkin flórsykri og hökkuðu hnetunum saman við stífu eggjahvíturnar.

Ef þið viljið hafa sörurnar í munnbitastærð mótið þá sörubotninn með einni eða tveimur teskeiðum. Ef þið viljið hafa þær stærri þá er matskeið betri.
Bakið botninn í 10-12 mín, fer eftir stærð.

Krem
4 eggjarauður
1 dl vatn
120 g Sukrin Gold púðursykur
250 g mjúkt smjör
2-3 msk kakóduft
½ tsk vanillu dropar eða ¼ tsk vanillu duft (ekki vanillu sykur!)
2 msk uppáhellt kalt kaffi

- Auglýsing -

Setjið vatn og Sukrin Gold í pott og sjóðið í ca 5-10 mín þar til áferðin verður sírópskennd. Setjið til hliðar.
Þeytið fjórar eggjarauður í matvinnsluvél. Hellið sírópi hægt og rólega út í eggin á meðan þið þeytið.
Skerið smjörið í smá stykki og bætið í deigið á meðan vélin heldur áfram að hræra/ þeyta.
Bætið kakódufti, vanillu og kaffi út í og þeytið / hrærið þangað til kremið er silkimjúkt og fallegt.
Kælið kremið áður en það er sett á sörubotnana. Ef þið eigið sprautupoka þá er fínt að nota það en það má setja kremið í plastpoka, klippa lítið gat á einn endan og nota hann sem sprautupoka.
Ath. Það er algjört smekksatriði hversu mikið krem fer á kökurnar.

Kælið kökurnar vel – geymið t.d. í frysti – áður en þær eru hjúpaðar með súkkulaði.

Hjúpur
300 g dökkt (helst 85% súkkulaði – má vera minnst 70%)
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og setja eina klípu af smjöri eða kókosolíu út í.
Dífa köldum kremhlutanum í súkkulaðið.
Ágætt er að geyma sörurnar í frysti og taka þær út með smá fyrirvara áður en þær eru bornar fram.

- Auglýsing -

Karamellu Fudge-kúlur
ca. 20 stk

130 g ósætt hnetusmjör
100 g lífræn kókosolía, stofuhiti
40 g kókos hveiti (coco flour)
50 g kakó duft
8-10 dropar Stevia Caramel frá t.d. Now
¼ tsk sjávarsalt
10 g kakó duft, til að velta kúlunum upp úr

Setjið allt í blandara – nema kakóduftið – og hrærið saman þar til úr verður mjúkur og jafn massi.
Setjið í kæli í klukkutíma. Mótið kúlur og snúið þeim í kakódufti. Geymið í lokuðu íláti í kæli.

Hnetukúlur
ca. 20 kúlur

130 g möndlusmjör
130 g kókosolía eða smjör, brætt
35 g möndlumjöl
50 g kakóduft
8 dropar Stevía vanilla frá t.d. Now
¼ tsk sjávarsalt
130 g gróft hakkaðar hnetur; valhnetur, pekan- eða kasjúhnetur

Setjið allt í blandara – nema hökkuðu hneturnar – sem þú blandar í með sleif. Geymdu ca 30g til að velta kúlunun upp úr.
Geymdu deigið í kæli 1-2 klst áður en þú mótar kúlur og veltir þeim vel upp úr fínt hökkuðu / söxuðu hnetunum.
Geyma í lokuðu íláti í kæli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -