2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þorði ekki að stíga fram sem spámiðill fyrr en eftir fertugt

  „Ég hef alla tíð verið mjög næm og oft fundið á mér hluti áður en þeir gerðust. Auk þess er ég nokkuð góður mannþekkjari en það hefur nú stundum verið mér til trafala,“ segir Elín Halldórsdóttir, sem í lok maí út gaf út rafræna smáskífu með lögum fyrir konur. Hún hefur síðustu ár lagt mikla áherslu í tónlistarsköpun sinni á réttindi kvenna og verndun jarðar og náttúrunnar.

   

  Elín hefur marga starfstitla. Hún er tónlistarkona, tónmenntakennari, píanóleikari, söngkona og lagahöfundur, rithöfundur, Reiki-meistari og spámiðill. Auk þess málar hún mikið.

  Og Elín hefur einnig starfað sem spámiðill. „Ég þorði ekki að stíga fram sem spámiðill fyrr en eftir fertugt. Ég veit að sumir trúa því að Tarotspil séu frá Djöflinum, en ég les í englaspil. Mér finnast Tarotspilin mjög hvöss og stundum svolítið reið, svo ég vil halda mig við mjúku spilin. Ég þarf ekki alltaf spil; ég sé stundum sýnir án þeirra. Þegar ég hugsa um spádóma þá finnast mér þeir vera lestur í sköpun þess sem spáð er fyrir. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara til spámiðils sem sér björtu hliðarnar. Ég hef aldrei séð eitthvað mjög ljótt eða hræðilegt.

  „Ég veit að sumir trúa því að Tarotspil séu frá Djöflinum, en ég les í englaspil.“

  Ég fæ stundum að sjá stærra samhengi hlutanna og auðvitað er mikil barátta í heiminum á milli góðs og ills, en í rauninni erum við sjálf skaparar í okkar eigin lífi. Spámiðill les í orkuna á skammtasviðinu og miðlar þannig. Nú nýlega er búið að sýna fram á að skammtasviðið er tímalaust og þess vegna getum við lesið í framtíð og séð fortíð. Við þekkjum öll fortíð okkar og lifum sterkt í núinu. Að minnsta kosti flest … Af hverju ættum við ekki að geta fundið fyrir því sem gerist í framtíðinni eða vitað eitthvað um það? Til dæmis þráum við stundum óstjórnlega að verða eitthvað þegar við erum orðin stór, eins og mig langaði að verða söngkona. Kannski veit hugur okkar meira en við gerum okkur grein fyrir. Við hittum stundum fólk sem við vitum á einu augnabliki að við eigum eftir að vera samferða í langan tíma, jafnvel allt okkar líf. Hugurinn veit meira … Pössum okkur að raða hugsunum okkar fallega upp alla daga, alla tíð.“

  AUGLÝSING


  Lestu áhugavert viðtalið við Elínu í heild sinni í 28. tölublaði Vikunnar sem er í verslunum núna. Í viðtalinu ræðir hún tónlistina, réttindabaráttu kvenna og fleira.

  Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

  Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is