• Orðrómur

Þórey hefur gert alls konar hluti sem hana óraði ekki fyrir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað og innleitt Jafnréttisvísi, tæki sem gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að greina og innleiða jafnrétti á sínum vinnustöðum. Hún segir jafnrétti vera málaflokk sem brenni á fólki og telur að Ísland hafi mikið fram að færa á þessu sviði en Empower veitir alþjóðlega ráðgjöf í jafnréttismálum. Þórey segist hlaða batteríin með útiveru, áhugamáli sem hún deilir með unnusta sínum, Magnúsi Orra Schram, og að ekkert jafnist á við útivist með börnunum.

„Ég er forfallin útivistarkona og nýti hvert tækifæri til þess að komast í spennandi útivistarævintýri. Ég hef á síðustu árum gert alls konar hluti sem að mig óraði ekki fyrir að ég ætti eftir eða gæti yfirleitt gert.  Ég synti yfir Ermarsundið árið 2019 með Marglyttunum, gekk yfir Vatnajökul með Snjódrífunum og nú fyrir tveimur vikum gekk ég upp á Hvannadalshnúk ásamt 125 öðrum konum.  Ég hef einnig klárað Landvætti tvisvar sinnum en þar tókst ég á við fjórar þrautir á einu ári í sitthvorum landshlutanum; 50 km gönguskíði, 30 km hlaup, 2,5 km vatnasund og 60 km fjallahjól. Það er svo gríðarlega valdeflandi að taka þátt í svona áskorunum, ná að sigra sjálfan sig og vera í góðu líkamlegu formi. Fyrir utan það hef ég eignast dásamlega vini og vinkonur í útivistinni.  Ég kem alltaf endurnærð heim eftir hverja ferð, nærð af náttúru og góðum félagsskap en það eru alltaf allir í góðu skapi á fjöllum.  Ég er líka svo heppinn að deila þessum áhugamálum með unnusta mínum, Magnúsi Orra, sem gerir lífið enn betra. Á sumrin eru fótboltaleikir einnig fastur liður en börnin mín, Vilhjálmur Kaldal og Ragnheiður, spila bæði fótbolta og ég elska að fara á leiki með þeim. Best í heimi finnst mér þó að ná þeim með mér í útivistarferðir, það er toppurinn!“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið við Þóreyju í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta blaðsölustað eða í áskrift.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Samfélagsleg sóun á hæfileikum kvenna

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé er einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Empower sem sérhæfir sig í jafnréttismálum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -