2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þurfa mæður frí frá börnum sínum?

  Sumir sérfræðingar eru farnir að hvetja konur til að fara einar í frí til að komast aftur í tengsl við persónuleika sinn.

  Er það góð móðir sem þráir heitast að komast í frí frá börnunum sínum í einhvern tíma? Getur verið að nokkur kona þurfi beinlínis á því að halda að losna undan oki fjölskyldunnar í einhverja daga? Svarið er einfalt: Já, sú móðir er ekki til sem ekki hefur gott af því að komast burtu frá amstri hversdagsleikans og hvílast.

  Njóttu þess að fara í leikfimi eða sund án þess að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum.

  Sumir sérfræðingar ganga jafnvel svo langt að hvetja konur til að fara einar í frí til að komast aftur í tengsl við persónuleika sinn og gera sér grein fyrir hvað það sé sem þær sjálfar vilja. En hverjir eru möguleikarnir og hvert fara og hvað gera góðar mömmur í fríi? Sumar mömmur taka sér klukkustund á dag til að sinna áhugamálunum. Þær fara í sund, líkamsrækt, setjast á kaffihús eða hitta aðrar mömmur og spjalla. Hér eru nokkrar tillögur að því sem hægt er að gera:

  1. Sofðu út eins oft og þú getur. Þú getur hugsað það þannig að þú sért að vinna upp allan þann svefn sem þú misstir yfir árið.

  AUGLÝSING


  2. Farðu í bíó. Flestar mömmur hafa ekki farið í bíó til að horfa á kvikmynd fyrir fullorðna í háa herrans tíð. Notaðu tækifærið og sjáðu eitthvað sem er ekki frá Disney-fyrirtækinu.

  3. Farðu í fótsnyrtingu og njóttu þess að láta einhvern dekra við þreytta fætur þína. Ekki er heldur úr vegi að fá andlitsbað og nudd bara svona til að nota ferðina.

  4. Farðu út undir bert loft. Konur eru of mikið innandyra. Njóttu þess að fara út og anda að þér hreinu lofti, fara í langan göngutúr eða bara sitja við Tjörnina og gefa öndunum.

  5. Farðu í helgarferð til einhverrar borgar og verslaðu grimmt. Ef þú átt enga peninga er alveg hægt að fara í Kringluna og máta, smakka, snerta og skoða. Það kostar ekkert.

  6. Farðu á söfn og skoðaðu list, gamla muni og rifjaðu upp merkilega, sögulega atburði án þess að vælandi krakkar togi þig til og frá.

  7. Farðu í líkamsrækt. Njóttu þess að fara í leikfimi eða sund án þess að þurfa að hafa áhyggjur af börnunum.

  Texti / Steingerður Steinarsdóttir

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is