Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Þurftum að fara að skoða hvað við ætluðum að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir og Þorsteinn Eggertsson eru að nálgast áttrætt en það er hvorki á þeim að sjá né heyra. Þau eiga bæði að baki langan og farsælan feril, Jóhanna Fjóla sem tónlistar- og leiklistarkennari og Þorsteinn sem grafískur hönnuður og einn ástsælasti höfundur dægurlagatexta sem Ísland hefur alið. Nú hafa þau í fyrsta sinn sameinað krafta sína á hljómplötu sem hlotið hefur nafnið Ég á mér líf og inniheldur lög eftir þau bæði auk texta eftir Þorstein og fleiri þjóðskáld.

 

Hvers vegna hafa þau ekki fyrr gefið út plötu saman? Það gafst bara ekkert tækifæri fyrr,“ segir Jóhanna Fjóla, sem alltaf er kölluð Fjóla. „Við ætluðum nú eiginlega aldrei að gefa út neina plötu,“ bætir hún við. Við vorum bara að skemmta fólki með söngvum í alls konar partíum og veislum og ætluðum ekkert að gera neitt meira úr því. Svo vorum við beðin að halda kvöldstund í Hannesarholti og þá þurftum við að fara að skoða hvað við ætluðum að gera. Ákváðum að lokum að hljóðrita úrval af þessum lögum okkar sem við höfum verið að semja í þrjátíu ár, spila þau og segja frá tilurð þeirra.“

„Við höfum samið alveg helling af lögum og textum saman,“ skýtur Þorsteinn inn í, „þau hafa bara aldrei verið gefin út fyrr.“

Spurð hvenær þau hafi farið að hafa spurnir hvort af öðru segjast þau hafa hist og dansað saman einu sinni á balli í Keflavík, en á þeim tíma hafi þau bæði verið í öðrum samböndum og ekkert komið út úr því. „Svo fór ég bara til útlanda og gleymdi honum alveg,“ segir Fjóla og glottir. „Ég hafði ekki hugmynd um hver Þorsteinn Eggertsson var þegar ég kom aftur til Íslands 1976.“ Það átti heldur betur eftir að breytast, reyndar ekki fyrr en árið 1990 þegar systir Fjólu dró Þorstein af dansgólfinu í Þórskaffi til að fara með hann heim til systur sinnar svo þau gætu kynnst.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -