• Orðrómur

„Tilgangur matar er að veita orku sem endist allan daginn“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hanna Þóra Helgadóttir, rithöfundur, framkvæmdastjóri, viðskiptafræðingur og snyrtifræðingur, gaf í fyrra út bókina Ketó – Uppskriftir –Hugmyndir – Skipulag. Hanna Þóra breytti um mataræði í lok árs 2019 og fór alfarið yfir í ketó, en fram að því var hún að bugast vegna orku- og blóðleysis. Hanna Þóra gefur uppskriftir og góð ráð á heimasíðu sinni hannathora.is. Við fengum Hönnu Þóru til að útbúa nokkra ljúffenga rétti fyrir lesendur brúðkaupsblaði Vikunnar.

Hver er fyrsta matarminningin þín?

Árið 1991 var bróðir minn á mikilli hraðferð í heiminn og kalla þurfti á sjúkrabíl sem rétt náði upp á spítala í tæka tíð. Þarna var ég þriggja ára og afi minn kom að passa okkur systkinin á meðan. Hann eldaði fiskibollur í dós frá ORA, þessar gömlu góðu með bleiku sósunni. Ég hef elskað fiskibollur í dós síðan en sakna bleiku sósunnar gífurlega.

- Auglýsing -

Hvað er best við ketó?

Það besta við ketó er allur góði og saðsami maturinn sem er í boði í þessu mataræði. Ég hef aldrei verið jafnsödd og sæl og nú en þetta er matur sem virkar vel fyrir mig og minn líkama. Maturinn hefur tilgang og sá tilgangur er að veita orku sem endist allan daginn.

Lestu viðtalið við Hönnu Þóru í heild sinni og sjáðu allar uppskriftirnar í brúðkaupsblaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað eða í áskrift.

- Auglýsing -

Amerískar ketópönnukökur

Hráefni
4 egg
125 g rjómaostur, hreinn
2 tsk. vanilludropar
2 tsk. vínsteinslyftiduft, eða venjulegt
3 tsk. ketóvæn sæta, gold síróp, stevía eða erythritol, eftir smekk
3 dl. möndlumjöl
sykurlaust síróp

- Auglýsing -

Amerískar ketópönnukökur
Mynd / Hanna Þóra Helgadóttir

Aðferð
Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til deigið er tilbúið.
Ég notaði gold síróp frá Sukrin í þessa uppskrift en það er einnig hægt að nota stevíudropa, sweet like sugar-stevíusykurinn frá Good Good eða erythritol eftir smekk.

Steikið pönnukökurnar á miðlungshita.

Best er að hafa þær ekki of stórar þar sem að ketópönnukökur eiga það til að brotna frekar þar sem þær eru glútenlausar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -