Tískan sem enginn klæðist

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fatnaður sem einungis sést á sýningarpöllum.

Þeim er ætlað að hylja líkama manna í eitt sinn, rétt á meðan gengið er niður sýningarpallinn og til baka. Þeim var aldrei ætlað að hanga á herðatrjám verslana en ljósmyndarar keppast við að mynda og aðeins í verkum þeirra lifa þessi föt áfram. Þetta er sá hluti tískuheimsins sem leyfir óhefta sköpun og hugsun óbundna af praktískum vandamálum.

Walter von Beirendonck hannar fyrst og fremst karlmannafatnað en svo virðist sem honum finnist hin hefðbundnu jakkaföt og bindi allsendis úrelt og kominn tími til fyrir karla að leyfa sér líflegri klæðaburð.

_______________________________________________________________

Victor & Rolf hafa einnig gaman af að leika sér með efni, form og snið. Þeir segja að hátíska snúist ekki um nytjahyggju heldur sé hún listgrein og það beri að líta á hana sem slíka. Fötin séu skúlptúrar unnir í textíl og þegar fyrirsætan klæðist þeim verði hún hluti af gjörningi á sýningarpallinum.

_______________________________________________________________

Jean Paul Gaultier er einn þeirra hönnuða sem leyfir ímyndunaraflinu að leika lausum hala og allar hans vörulínur vekja gríðarlega athygli á sýningarpöllunum. Hann fær mikinn innblástur í leikhúsi en trúðar hafa sömuleiðis verið honum hugleiknir og sirkuslistamenn. Í tískuhúsi hans eru þessi sköpunarverk hins vegar ekki til sölu óbreytt heldur mjög milduð útgáfa af þeim.

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira