Tískufyrirmynd tæpum fimm öldum eftir dauða sinn

Deila

- Auglýsing -

Anne Boleyn þótti meðal fegurstu kvenna við bresku hirðina á fyrri helmingi sextándu aldar. Hún var ævinlega glæsilega til fara og leiddi tískuna á þessum tíma. Ef Anne skreytti sig á einhvern hátt eða breytti sniðinu á kjólnum sínum mátti bóka að öll hirðin hafði tekið það upp eftir henni örskömmu síðar. Hún endaði líf sitt undir fallöxinni en enn í dag er hún tískuhönnuðum innblástur eins og sást til dæmis á pöllunum hjá Prada.

Tískugúrúar heimsins telja sig sjá áhrif frá Tudor-tímanum á Englandi í tískunni í dag og að þau megi einkum rekja til Anne eða réttara sagt málverka af henni. Nefna má ferköntuð hálsmál, kjóla og peysur úr brókaði (glitofnu silki) og breiðar hárspangir til marks um þetta afturhvarf til sextándu aldar. Púffermarnar og vatteraðar flíkur eru einnig nokkuð sem sáust oftar en ekki á göngum Greenwich-hallar.

.

Cecilie Bahnsen í Kaupmannahöfn er í hópi þeirra hönnuða sem hafa orðið fyrir þessum áhrifum og sömuleiðis Batsheva.

.

Að auki má nefna skartgripi frá Alighieri í augljósum Tudor-stíl og Balenciaga endurgerði beinlínis stafahálsmen sem Anne er með um hálsinn á einu málverki af henni. Pífurnar frá Ganni eru óneitanlega ættaðar þaðan líka.

.

Síðast en ekki síst verður að nefna skreytt, þykk hárbönd frá Simone Rocha og Prada en þar eru endurreisnaráhrifin augljós.

Frá Prada.
- Advertisement -

Athugasemdir