Miðvikudagur 6. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Tólf góð ráð frá stílistum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stílistar og innanhússhönnuðir luma á snjöllum lausnum þegar kemur að því að fegra stofuna og gera hana spennandi og áhugaverða.

Stofur eru alls konar: stórar, litlar, nútímalegar, gamaldags, tómlegar, yfirhlaðnar. Þær eiga það þó flestar sameiginlegt að þar slökum við á, skemmtum okkur, tökum á móti gestum, horfum á sjónvarpið og njótum þess að vera saman. Ef þig langar að hressa upp á stofuna þína ættirðu að lesa áfram, því hér eru tólf góð ráð frá stílistum.

1. Ef þú hefur pláss, dragðu sófa og stóla örlítið frá veggjunum. Það verður meiri nánd fyrir samræður þegar húsgögnin eru nær hvert öðru og það skapar meiri kósíheit. Stofan mun líka virðast talsvert stærri.

2. Skiptu út sófaborðinu þínu fyrir annað minna sem þó er nógu stórt fyrir bók og nokkra kaffibolla og er að auki færanlegt. Þú sparar mikið pláss með þessu og það loftar betur um stofuna.

3. Að staðsetja bókahillu fyrir aftan sófann er góð hugmynd útlitslega og ekki verra að fá aukið pláss fyrir tímarit og bækur og punt. Þar sem sófinn skyggir á hilluna gætir þú geymt hluti sem þú notar sjaldnar.

4. Að blanda saman gömlum og nýjum munum er frábær leið til að auka orku í stofunni (og öðrum herbergjum).

5. Bættu jafnvægið á milli þyngri hluta og þeirra léttari til að koma í veg fyrir þyngslaleg svæði. Léttari hlutirnir, eins og sófaborð eða hliðarborð, þurfa að vera í samhljómi við þá þyngri, eins og sófa, stóla og skenka.

- Auglýsing -

6. Settu upp á vegg, t.d. fyrir ofan sófann, grunna hillu eða lista sem þú getur tyllt flottum myndum á, innrömmuðum plakötum, málverkum, ljósmyndum, ekkert endilega í sömu stærð. Ef þú þreytist á þeim, geturðu auðveldlega skipt þeim út.

7. Litir eru lykillinn að því að blanda saman hlutum í samræmi. Að nota marga liti getur orsakað óróleika en ef t.d. hvíti liturinn er mest áberandi, t.d. á veggjunum og einhverjum húsgögnum, púðum eða punti, kemur það í veg fyrir að litagleðin verði yfirþyrmandi.

8. Gulllitur getur gert heilmikið fyrir hvert herbergi.

- Auglýsing -

9. Að hafa allt svolítið lágt (líka listaverk á veggjum) getur verið snjallt ef þú vilt að stofan þín virki stærri. Lágt sófaborð og húsgögn, t.d. sófi með lágt bak, hafa heilmikil áhrif til að svo verði. Það er allt í lagi að hafa háa standlampa, það er bara flott að láta birtuna koma frá þeim.

10. Með því að hengja listaverkin þín ekki alltaf fyrir miðju, t.d. yfir miðjum sófanum, mun það draga athyglina að þeim og skapa áhrif hins óvænta.

11. Tveir stólar hlið við hlið þurfa ekki að vera eins. Prófaðu að setja saman tvo stóla frá svipuðu tímabili en með ólíka lögun. Það kemur skemmtilega út.

12. Ef þú ert í vafa, bættu smávegis svörtu við.

Texti / Guðríður Haraldsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -