Trúir á einlægni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Anna hefur hlotið mörg og margvísleg alþjóðleg verðlaun og er eina samtímatónskáldið sem Deautsche Grammophon hefur gefið út á plötu.

Anna Þorvaldsdóttir er eitt virtasta tónskáld samtímans. Hún lærði hljóðfæraleik frá unga aldri en var alltaf að semja lög. Um tvítugt fór hún að skrifa tónlist og var mjög feimin við að sýna það sem hún var að gera. Tónsmíðarnar tóku hins vegar fljótt yfir allan tíma hennar og þar með var stefnan sett. ,,Ég tek mér alltaf mikinn tíma í að láta mig dreyma um tónlistina, finna hljóðin, hljómana, laglínur og alla áferð sem á heima í tónlistinni hverju sinni. Og ég ver miklum tíma í þetta því þarna verður tónlistin fyrst til. Síðan þróast hún og þegar ég er komin með skýra mynd af verkinu hverju sinni byrja ég að skrifa það út fyrir hljóðfærin. Það er auðvitað mjög tímafrekt að skrifa alla tónlistina niður í nótur og þar sem það getur verið erfitt að muna öll smáatriðin í marga mánuði, sérstaklega þegar maður er að vinna að nokkrum verkum á sama tíma, geri ég skissur eða teikningar sem hjálpa mér að muna tónlistina sem ég er að vinna að. Þegar ég horfi á þær get ég munað í smáatriðum hvað ég var að hugsa.“

Hún reynir að vera sýnileg því ungar konur skortir fyrirmyndir í þessu fagi. „Mér fannst til dæmis aldrei sem unglingur að ég gæti orðið tónskáld, það var svo sterk ímynd af því að það væru aðallega eldri karlmenn sem væru tónskáld. Ég reyni að styðja og vera hvetjandi fyrir ung tónskáld, og ekki síst fyrir ungar stúlkur, til dæmis þegar ég ferðast og held fyrirlestra. Konur í tónlist hafa ekki átt auðvelt uppdráttar og sjálf lenti ég í því þegar ég var yngri að vera bókstaflega klappað á kollinn á ráðstefnum, þegar ég var að feta þessa braut og byrjaði að tala. Fólk vissi ekki hver ég var og mér var strax boðið vatn eða matur, mig hlyti að vanta eitthvað fyrst ég opnaði munninn. Ég passaði ekki inn í steríótýpuna,“ segir Anna. Nánar má lesa um þetta merka tónskáld í nýjustu Vikunni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira