2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  „Tveimur dögum eftir að mamma dó var ég mætt í vinnuna“

  „Það opnast bara sárin hjá manni þegar maður er í svona ferli og allt sem er gamalt og óuppgert brýst út,“ segir Olga Björt Þórðardóttir sem dag einn fékk taugaáfall í hádegishléinu í vinnunni eftir mikið álag. Í dag ritstýrir hún og rekur bæjarblað og finnst mikilvægt að flytja jákvæðar fréttir og segja frá því góða í fólki.

  Olga bjó í Njarðvík til 22 ára aldurs og segir það gott samfélag og að þar sé gott að alast upp. Hún er sjálf alin upp á kærleiksríku heimili yndislegra foreldra. Pabbi hennar býr þar enn svo hún fer þangað reglulega og líður alltaf vel þar. Þannig var það þó ekki alltaf. Frá átta ára aldri var Olga lögð í einelti af skólasystrum sínum og eineltið stóð meira og minna yfir næstu átta árin.

  „Það var verið að gera lítið úr mér fyrir framan aðra og ég var útilokuð úr hópnum, var höfð að aðhlátursefni einhverra hluta vegna. Ég átti auðvelt með nám en gekk illa félagslega í skólanum. Svo var ég mjög grönn og með stórar tennur. Dálítið eins og ljóti andarunginn sem fríkkaði svo og vann fegurðarsamkeppni sautján ára,“ segir Olga og brosir út í annað.

  „Ég átti auðvelt með nám en gekk illa félagslega í skólanum. Svo var ég mjög grönn og með stórar tennur.“

  „Ég lá kannski vel við höggi því ég átti erfitt með að svara fyrir mig. Ég fór bara heim eftir skóla og grét þar og kveið fyrir því að fara í skólann á næstum hverjum degi.“

  Fékk taugaáfall í vinnunni

  AUGLÝSING


  Eftir tveggja mánaða atvinnuleysi að útskrift lokinni úr meistaranáminu árið 2013 fékk Olga starf sem blaðamaður hjá Víkurfréttum. Það var stór áskorun fyrir hana að snúa aftur til Suðurnesja, álagið var mikið og sífelldar ferðir um Reykjanesbrautina. Olga var einstæð með tvær ungar dætur, í krefjandi starfi og í stormasömu sambandi árið 2015 þegar móðir hennar lést úr krabbameini.

  Ekki missa af nýjasta tölublaði Vikunnar.

  „Mamma lést í júní og á þeim tíma voru sumarfrí hjá Víkurfréttum og ég varð að standa mína plikt. Tveimur dögum eftir að mamma dó var ég mætt í vinnuna. Dag einn í júlí var ég í vinnunni og fann að ég var byrjuð að dofna í öllum útlimum og var með svima. Ég ákvað að fara í hádegismat til vinkonu minnar sem bjó í Keflavík. Þegar hún opnaði dyrnar fyrir mér hrundi ég í fangið á henni og hágrét. Hún lét mig leggjast inn í sófa og hlúði að mér og hringdi svo í vinnuveitandann minn til að láta vita að ég hefði verið að fá áfall.“

  Lestu viðtalið við Olgu í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur út í dag.

  Mynd / Hákon Davíð Björnsson

  Ekki missa af þessum

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is