• Orðrómur

Úr íslenskum móa í andlit þitt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íslenskar jurtir eru fjölbreyttar og fallegar og þær hafa líka ýmsa góða eiginleika. Sumarið er stutt og jurtirnar leggja allt í að blómgast og lifa meðan það stendur. Sumir segja að vegna þess og birtunnar hér allt sumarið séu þær óvenjulega kraftmiklar.

Margt íslenskt nútímafólk hefur þá trú að forfeður og formæður hafi lítið kunnað að nota náttúruna til að bæta lífsskilyrði sín. Ímynd Bjarts í Sumarhúsum sem kaus frekar að svelta en að nýta sér silunginn í vatninu og fuglinn í heiðinni hefur í of miklum mæli verið talin algild en það er langt í frá að svo hafi verið. Þekking á grösum og hvernig nýta beri íslenska lággróðurinn bæði í heilsubótarskyni og til annars gagns var víða mjög góð og almenn.

- Auglýsing -

Brynjólfur biskup Sveinsson flutti með sér vallhumal til landsins árið 1639 í því skyni að rækta hann og nota til lækninga. Fjallagrösum var víða safnað og te af blóðbergi, ljónslappa og maríustakk var notað í brugg og drukkið um allt land. Einhver rit um þær nytjar sem mátti hafa af plöntum voru til í landinu og fóru víða en algengast var að þekkingin bærist frá einni kynslóð til annarrar. Á tímabili þóttu grasalækningar hinar verstu kerlingabækur og stundum gert góðlátlegt grín að þessum fróðleik. Um þessar mundir er áhuga manna og trú á lækningamætti íslenskrar náttúru að vakna á ný og þó nokkrir sem nýtt hafa gamlan þekkingu öðrum til gagns. Ýmislegt nýtt hefur einnig verið uppgötvað og stundum fyrir algjöra tilviljun m.a. áhrifamáttur leirsins á botni Bláa lónsins.

Ekki lyf heldur gjöf frá móður náttúru

Urtasmiðjan framleiðir krem, smyrsl, olíur og sturtusápur úr íslenskum jurtum. Gígja Kjartansdóttir stofnaði fyrirtækið. Hún hafði haft mikinn áhuga á jurtum frá því hún var barn og átti góðar minningar um kremið sem amma hennar sauð úr grösum og bar á nef og kinnar barnabarnanna við sólbruna. Gígja las sér til um lækningamátt jurta og kynnti sér virkni þeirra en það var ekki fyrr en hún tók ofan úr hillu hjá sér til að skoða nánar bók þýskrar nunnu frá miðöldum, Hildegard von Dingen um jurtanytjar að hún ákvað að reyna sjálf að búa til eigin krem.

- Auglýsing -

Jurtirnar tíndar fjarri umferð og mengun

Purity Herbs framleiðir orðið margar vörulínur úr jurtum sem eru handtíndar úti í sveit fjarri umferð og mengun nútímans. Að baki vörunum liggur margra ára rannsóknar- og þróunarstarf. Jurtir eru viðkvæmar og þess vegna eru þær meðhöndlaðar af mikilli varkárni og aðeins notaðar jurtir í hæsta gæðaflokki. Starfsfólk Purity Herbs er mjög meðvitað um hve viðkvæmur íslenskur lággróður er og jurtirnar eru tíndar á þann hátt að hvorki þær né náttúran skaðist af. Auk þess gæta þau þess að ganga ekki um of á forða náttúrunnar.

- Auglýsing -

Nærum okkur með nuddi

Móðir Jörð framleiðir græðandi húðolíur úr lífrænt ræktuðum jurtum. Olíurnar heita Lífolía sem hefur djúpvirk og hreinsandi áhrif á líkamann. Birkiolía er góð við húðvandamálum og hefur reynst vel á þurrexem, kláða, barnaexem og sár. Hún er auk þess mild og slakandi og því góð til notkunar í ungbarnanuddi. Blágresisolía er bólgueyðandi og styrkir og byggir upp húðina. Móðir Jörð minnir á að snerting hefur bætandi áhrif á andlega líðan fólks og með snertingu tjáum við vináttu og ást. Þess vegna er sjálfsagt að nudda sjálfan sig og ástvini sína heima, þannig nærum við ástina.

Beint úr heilsulindinni í Bláa lóninu

Bað- og húðvörurnar frá Blue Lagoon eru byggðar á rannsóknum húðlækna, lyfjafræðinga og franskra snyrtivörusérfræðinga á söltum, kísil og þörungum Bláa lónsins. Hér hafa virku efnin úr lóninu verið tekin og komið í það form að við getum notið þeirra á hverjum degi án þess að þurfa að keyra í Bláa lónið. Það sem boðið er upp á frá Blue Lagoon er tvenns konar rakakrem missterk, kísill til að bera á vandamálahúð, baðsölt, meðferðarsjampó, mýkjandi bað- og húðolía, freyðibað, sturtugel, hreinsigel, nærandi húðmjólk og rakagefandi frískandi úði.

Sóleyjarkraftur

Sóley Elíasdóttir leikkona er komin af ætt íslenskra grasalækna. Langamma hennar var kölluð Grasa-Þórunn og Erlingur Filippusson afi hennar lærði af móður sinni. Hann og dóttir hans, Ásta, eru meðal þekktustu grasalækna landsins og alþýðuhetjur. Árið 2005 stofnaði Sóley fyrirtækið Sóley Organics og hefur að leiðarljósi hreinleika og sjálfbærni. Vörurnar eru framleiddar á Grenivík og eru bæði fallegar og virkar.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -