• Orðrómur

Vaknar 04.45 á fyrri æfingu dagsins – „En ég er alveg frekar löt, sko“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kraftlyftingakonan og grænkerinn Hulda B. Waage hefur sett fjölmörg Íslandsmet síðan hún fór að stunda lyftingar. Árangurinn kemur ekki að sjálfu sér og Hulda leggur mikið á sig til að ná markmiðum sínum, hún vaknar gjarnan klukkan 4.45 á morgnana til að fara á fyrri æfingu dagsins. „Þetta er minn tími,“ segir Hulda um morgunæfingarnar í samtali við Vikuna. 

Hulda er tveggja barna móðir og sinnir vinnu ásamt því að stunda kraftlyftingar af kappi. Það krefst þess að hún þarf að skipuleggja daginn sinn vel. „Ég hef ekki tekjur af því að vera íþróttakona þannig að ég vinn á daginn. Þess vegna þarf ég að vakna klukkan 4.45 á morgnana og keyra út á Hjalteyri til að fara á fyrstu æfingu dagsins,“ segir Hulda sem er búsett á Akureyri. „Kraftlyftingafélag Akureyrar er að vinna að því að koma upp æfingaaðstöðu á Hjalteyri. Ég æfi til svona 7.10 á morgnana og þá legg ég af stað heim, það tekur mig um 20 mínútur að keyra á milli. Ég undirbý svo stelpuna mína og fer með hana í skólann. Síðan fer ég í vinnuna og vinn til 14. Eftir það fer ég fljótlega að huga að því að keyra aftur á æfingu,“ segir Hulda þegar hún er beðin um að lýsa hefðbundnum degi í lífi sínu. Hún tekur fram að hún taki sér frí frá æfingum á fimmtudögum en taki lengri æfingar á laugardögum og sunnudögum.

„Ég er alveg þreytt stundum,“ segir Hulda og hlær þegar hún er spurð að því hvað fari í gegnum huga hennar þegar hún vaknar korter fyrir fimm á morgnana til að fara á æfingu.

- Auglýsing -

„En ég fer bara snemma að sofa. Ég væri hvort sem er ekki að gera neitt sniðugt á kvöldin, bara horfa á sjónvarpið eða gera eitthvað sem skiptir engu máli. Mér finnst þetta bara ótrúlega skemmtilegt, ég elska að vakna svona snemma og fara á æfingu. Þetta er minn tími þar sem ég get gert það sem mér finnst skemmtilegt og lætur mér líða vel. Og ef ég geri þetta ekki svona gæti ég ekki gert þetta og bara hætt í kraftlyftingum,“ útskýrir Hulda. „En ég er alveg frekar löt sko,“ bætir hún við hlæjandi.

„…ég elska að vakna svona snemma og fara á æfingu. Þetta er minn tími þar sem ég get gert það sem mér finnst skemmtilegt og lætur mér líða vel.“

Viðtalið við Huldu má finna í heild sinni í 44 tölublaði Vikunnar.

Lestu viðtalið við Huldu í heild sinni í nýjasta blaði Vikunnar. Þar ræðir hún einnig veganismann en það er gömul og lífseig mýta að fólk þurfi að borða kjöt til að geta byggt upp vöðvamassa. Hulda afsannar það og er gott dæmi um hið gagnstæða. Hún segir að enn í dag verði margt fólk hissa þegar það sér að hægt er að vera sterkur án þess að borða kjöt.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -