• Orðrómur

 Var á hálfgerðum „autopilot“ í mikilli keyrslu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég fór reglulega í gegnum þvílíkan rússíbana andlega í sundinu. Þetta var sambland mikilla efasemda um hvort ég nennti að helga mig sundinu áfram og svo fór maður í algjört „high“ þegar það gekk vel,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir einlæg í viðtali við Vikuna.

Hrafnhildur lýsir því að í sundinu hafi hún passað upp á að hugsa vel um andlegu hliðina því að pressan hafi verið mikil. Þegar mest lét var keyrslan svo mikil að sögn Hrafnhildar að það var sjaldan hægt að staldra við og njóta stundarinnar. „Maður var á hálfgerðum „autopilot“ og Ólympíuleikarnir í Ríó voru bara eins og hvert annað mót, maður fékk aldrei að njóta almennilega.“

„…Ólympíuleikarnir í Ríó voru bara eins og hvert annað mót.“

Hún segir að það hafi komið sér vel að fara reglulega til sálfræðings í þessu umhverfi. Það var henni ekki síður mikilvægt þegar hún hætti í sundinu.

- Auglýsing -

Hún segir það hafa verið átakanlegt að hætta í sundinu og að hún hafi glímt við þunglyndi um tíma. „Að hætta skyndilega að gera eitthvað sem maður hefur elskað og einbeitt sér að í svona langan tíma, það setur andlega heilsu auðvitað í smávegis ójafnvægi. Ég þekkti ekkert annað en sundið og ég velti fyrir mér hver ég væri án sundsins,“ útskýrir Hrafnhildur.

Lestu viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni hérna. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -