Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
11.1 C
Reykjavik

Var að leita sér að nornakofa

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þóra Bergný Guðmundsdóttir hefur aldrei verið hrædd við að fara eigin leiðir og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Eftir áratuga rekstur á farfuglaheimilinu Haföldunni á Seyðisfirði gerði hún sér lítið fyrir og keypti gamalt hús í Fort Cochin í Keralahéraði á Indlandi, breytti því í hótelið Secret Garden og býr nú þar yfir vetrartímann og tekur á móti gestum sínum með bros á vör. En hvernig vildi það til að hún gerðist hóteleigandi á Indlandi?

„Ég fór að fara þangað á veturna og leigja mér alls konar húsnæði yfir íslenska vetrartímann,“ útskýrir Þóra. „Ekki síst vegna þess að ég bý hér á snjóflóðasvæði undir Bjólfinum á Seyðisfirði og má ekki vera með neina starfsemi hérna á veturna þannig að það var alveg upplagt að fara og dvelja á hlýrri stað þann tíma.“

Það er nú töluverður munur á því að dvelja í hlýrra loftslagi sem gestur á veturna og að ráðast í rekstur á hóteli. Hvernig gerðist það?

„Ég er voðalega mikil hreiðurgerðarkona og leiðist að vera alltaf að flytja í nýtt og nýtt leiguhúsnæði, sem mér fannst oft ekki nógu fallegt, þannig að ég fór að svipast um eftir einhverjum nornakofa sem ég gæti átt fyrir mig og gert fallegan. Það endaði með því að ég fann þetta hús þar sem Secret Garden er núna. Ég hef hins vegar alls ekki gert þetta ein, ég á góðan vin úti á Indlandi sem heitir Faizal Abdulkadher og keyrði rickshaw,þegar ég kynntist honum en er núna farmkvæmdastjóri á hótelinu mínu. Einhvern veginn kom þetta allt upp í hendurnar á mér, var ekkert planað, en ég er dugleg að grípa þá bolta sem lífið kastar til mín og óhrædd við það.“

Hvernig komstu í kynni við Faizal?

„Okkar kynni hófust þannig að hann keyrði rickshaw, bláfátækur fjölskyldumaður, og hann var bara að keyra mig einn daginn í alls kyns erindum. Ég gleymdi símanum mínum í rickshawinu hans á einhverju borgarrandinu. Hann kom svo til mín um kvöldið, þar sem ég bjó á gistihúsi, og spurði hvort ég hefði týnt einhverju. Ég kannaðist ekkert við það, en það kom í ljós að ég hafði misst símann undir sætið og hann fundið hann þar. Ég sá strax að hér fór góður maður, þannig að ég spurði hvort hann væri laus daginn eftir, sem hann játti. Síðan höfum við rúllað saman veginn. Fyrsta verkefnið okkar var að kaupa nýja rickshaw, sem hann skýrði og merkti stórum stöfum  „Hafaldan“. Þetta var upphafið af okkar farsæla samstarfi og þegar ég fór að leita mér að húsi varð hann minn maður í því. Það eru engar fasteignasölur á Indlandi, bara orðið á götunni, og hann frétti af þessu húsi og benti mér á það. Þetta var gamalt ættaróðal, að niðurlotum komið, en um leið og ég sá þetta hundrað ára gamla hús í gömlum óræktargarði var það eins og að ganga inn í ævintýraveröld og ég var ekki nema fimm mínútur að ákveða mig.“

- Auglýsing -

 

 

Þóra prýðir forsíðu nýjustu Vikunnar sem kom í verslanir í dag og þar er hægt að lesa allt viðtalið við hana.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -