„Var stöðugt undir eftirliti“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hefur þörf fyrir að hjálpa fólki. Eftir að hafa losað sig út úr ofbeldissambandi fór hún að kynna sér árangursfræði og byggja upp styrk sinn.

Síðan hefur hún helgað sig því að fræða og leiðbeina öðrum í leit sinni að lífsgleði og velgengni. Linda hefur ákveðnar skoðanir og er ekki hrædd við að tjá þær.

Hún er í mögnuðu forsíðuviðtali við Vikuna og blaðið kemur á sölustaði á morgun.

„Í mínu tilfelli var andlega ofbeldið þannig að fjölskylda mín var útilokuð. Börnin mín voru ekki velkomin og það átti að slíta tengslin við allt og alla sem tengdist mér. Það var stöðugt verið að fylgjast með mér, ég var í raun bara undir eftirliti. Ef ég fór eitthvað ein, til dæmis í vinnustaðateiti, var stöðugt verið að hringja til að tékka á mér.“

Linda Baldvinsdóttir er á forsíðu Vikunnar sem kemur út á morgun.

Annað áhugavert er að finna í blaðinu. Foreldrar langveikra þurfa iðulega að fórna miklu og vera vakin og sofin yfir meðferð barna sinna. Sigurður Hólmar Jóhannesson segir frá reynslu sinni og fjölskyldu sinnar af sjaldgæfum taugasjúkdómi sem dóttir hans, Sunna Valdís fæddist með. Líkurnar á að fá hann eru einn á móti milljón.

Vakin er athygli aðstæðum barna í svipaðri stöðu á degi Sjaldgæfra sjúkdóma þann 28. febrúar.

Þar er líka spjallað við Bjarklindi Ástu Brynjólfsdóttur, unga leikkonu sem tekur þátt í sýningunni Vorið vaknar á Akureyri.

Við skoðum fallega förðun og hárgreiðslu fyrir árshátíðina og hvað gerist í líkamanum þegar blessuð boðefnin fara af stað.

Ekki missa af Vikunni sem kemur í verslanir á morgun, miðvikudag.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Sigurlín Ósk með Urban Decay

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -