2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Varla hægt að eiga of mörg vesti

  Plötusnúðurinn Egill Ásgeirsson segir að það sé ekki hægt að eiga of mikið af vestum en þau verði að vera með mörgum vösum svo ekki þurfi alltaf að vera með tösku. Vikan fékk að kíkja í fataskápinn hjá Agli þar sem meðal annars má, eins og gefur að skilja, finna vesti.

   

  Egill segir að sér líði alltaf best í fötum sem hann nái að layera vel. „Mér finnst fátt betra en að prófa að velja einhverjar random flíkur saman og sjá að þær passa fullkomlega. Þessa dagana er ég að vinna svolítið með tactical ninja lúkkið.“

  Aðspurður hvort einhver flík sé efst á óskalistanum þessa dagana svarar Egill að hann fái ekki nóg af síðum jökkum. „Annars sá ég einn geggjaðan jakka frá 99% IS um daginn og buxur í stíl, en voru ekki til í minni stærð. Ég versla mest á Netinu og þá aðallega á Farfetch. Þar er rosalega mikið úrval og fötin alltaf komin hingað innan fjögurra virkra daga. Hér heima kaupi ég helst í Húrra Reykjavík og 66.“

  „Ég versla mest á Netinu og þá aðallega á Farfetch.“

  Egill segist oftast falla fyrir jökkum eða vestum. „Með einhverjum fáránlegum rennilásum eða smellum sem þjóna engum tilgangi. Mér finnst það svo hrikalega mikil snilld. Að mínu mati er vesti með mörgum vösum skyldueign í fataskápinn. Það verða að vera margir vasar svo maður þurfi ekki alltaf að vera með tösku. Mér finnst skemmtilegast að kaupa vesti og á kannski aðeins of mörg en samt er varla hægt að eiga of mikið af vestum.“

  AUGLÝSING


  Uppáhaldsflíkin? „Það er frekar erfitt að velja eina, en ég held að akkúrat núna sé það hettupeysa frá CLP. Ég elska að setja yfir hana gott vesti því það eru skemmtilegir „díteilar“ í ermunum.“

  Uppáhaldsfylgihluturinn? „Ég á erfitt með að velja á milli Twenty88-derhúfunnar minnar og tösku frá CLP.“

  Taskan er í uppáhaldi hjá Agli.

  Flíkin með mesta tilfinningalega gildið? „Ætli það sé ekki guli jakkinn minn sem ég var alltaf að fá fólk til að klæðast back in the day.“

  Furðulegustu kaupin? „Það er örugglega vesti sem ég keypti á götumarkaði á Brick Lane í London síðastliðið sumar. Ég keypti það af gaur sem heitir Fred en fatamerkið hans heitir líka Fred. Ég er ekkert búinn að heyra í honum síðan, en ég held með honum.“

  Fullt nafn: Egill Ásgeirsson.
  Starfsheiti: DJ aka plötusnúður.
  Aldur: 26 ára.
  Áhugamál: Tónlist og fótbolti.
  Fallegasti fataliturinn? Svartur.
  Besta lykt í heimi? Af ferskum andblænum frá sjónum.*
  Þægindi eða útlit? Ég er á þeirri skoðun að ef maður er sáttur við útlitið þá fylgja þægindin alltaf með.
  Hvaða flík er leiðinlegast að máta? Buxur, alveg 100%.

  Myndir/ Hákon Davíð Björnsson

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is