• Orðrómur

Vegferð Vinnupalla að bæta öryggi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Uppruni fyrirtækisins er sá að eftir að hafa verið manninum mínum innan handar í rekstri verktakafyrirtækis til fleiri ára, þar sem við hófum að flytja inn vinnupalla fyrir okkur sjálf vegna umfangs, þá kom tímapunktur þar sem maðurinn minn seldi alltaf öðrum aðilum umsvifalaust pallana sem hann flutti inn og alltaf þurftum við að panta fleiri án afláts. Ég sagði við hann að ef þetta væri staðan, þá myndum við láta á reyna og stofna annað sértækt fyrirtæki utan um innflutning á vinnupöllum og öryggisvörum þeim tengdum,“ segir Sigríður Hrund Pétursdóttir, eigandi Vinnupalla ehf., sem stofnað var 2017.

„Við keyptum síðan sýningarpláss á fagsýningunni Verk og vit árið 2018 til að leyfa fólki að sjá vöruna okkar og hreinlega sjá hvort nýja fyrirtækið myndi ná flugi eða falla. Eftir sýninguna var ekki aftur snúið, við fengum stóran viðskiptavinahóp, stimpluðum okkur vel inn í bransann og almenningur fylgdi svo í kjölfarið.“ Fyrirtækið hefur tvöfaldað sig í afkomu á hverju ári og segir Sigríður það ákveðna áskorun og þarfnast aðhlynningar og alúðar. „Árið 2019 fengum við gott og varanlegt húsnæði í Smiðsbúð 10 í Garðabæ, þar sem er á einum og sama stað verslun, lager, útisvæði og allt sem fyrirtækið þarf til áframhaldandi vaxtar og þróunar.“

Ásgeir Þórðarson, verslunarstjóri Vinnupalla, og Sigríður í versluninni.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Verð og gæði fyrir breiðan viðskiptavinahóp

Viðskiptavinahópurinn er breiður. „Við erum að leigja mikið af stálvinnupöllum í framkvæmdir eins og í byggingu Landsbankans og nýbyggingu á Grensásvegi 1 í austurbæ Reykjavíkur. Síðan erum við með litla álvinnupalla sem við erum að selja útum allt land til einstaklinga og fyrirtækja. Einnig bjóðum við upp á allra handa öryggisvörur og fallvarnir tengdar mannvirkjaiðnaðinum. Við erum að ná breiðum markhópi með góðum verðum og miklum gæðum og höfum náð að lækka verðin á markaðinum. Við sendum út um allt land allar okkar vörur og er það ekkert mál.“ Pantanir í gegnum netið njóta mikilla vinsælda. Hægt er að kaupa eða leigja allar þær vörur sem Vinnupallar bjóða upp á í vöruúrvali sínu og segir Sigríður að húsfélög sem dæmi leigi búnað fyrir framkvæmdir, frekar en kaupa hann. „Búnaður eins og rakaskiljur, hitablásarar, ryksugur og slíkt eru einmitt tæki sem er heppilegt að geta valið til leigu eða sölu.“ Vinnupallar býður einnig upp á uppsetningu vinnupalla og þá setja starfsmenn einfaldlega vinnupallana upp og taka þá niður aftur að framkvæmdum loknum. Einfaldara getur málið ekki verið.

Ásgeir Þórðarson, verslunarstjóri Vinnupalla, og Sigríður í versluninni.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Áhersla á öryggi

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á öryggi vinnustaða og við allar framkvæmdir. „Við byrjuðum á að flytja inn vinnupalla og jukum síðan við vöruúrvalið. Stefna fyrirtækisins er klárlega að bæta öryggið í mannvirkjaiðnaði og hvernig ætlum við að fara að því? Við bjóðum upp á fræðslu, góðar vörur á hag stæðu verði og upplýsum jafnframt fagaðila sem og hinn almenna notanda um sértæka notkunarmöguleika þeirra vara sem við bjóðum upp á. Við erum til dæmis að þjónusta vinnustaði með vinnustaðagirðingar, viðvörunarmerkingar fyrir vegavinnu og merkingar til að geta girt af vinnustaðinn á fullnægjandi máta. Fyrir almenning erum við með tröppur, stiga og palla, fallvarnir (belti og taugar), hanska og allt þetta lauflétta sem þú þarft til að sinna viðhaldinu á sem öruggastan máta. Við erum fyrst og fremst að þjónusta verkstaðinn sama hversu lítill eða stór hann er, öryggið er í hvívetna og að gera fólki auðveldara að vinna þessi verklegu störf á öruggan máta,“ segir Sigríður. „Margir iðnaðarmenn hafa engan áhuga á að fara á löng námskeið um öryggismál. Okkar markaðssetning fer núna fram hjá Ómari á útvarpsstöðinni X-inu, þar sem til dæmis fer fram keppni um val á öruggasta iðnaðarmanni Íslands. Það þarf í sífellu að ræða öryggi og beina athyglinni þangað því fólk getur orðið hratt samdauna og værukært umhverfi sínu sem er stórhættuleg hegðun í mannvirkjaiðnaði. Við spyrjum því linnulaust spurninga eins og „Eru ekki allir með hjálm?“ „Eru ekki allir með fallvarnarbúnað?“ og þannig komum við fræðslunni inn á léttan og já kvæðan máta í dagsins önn.

Ásgeir Þórðarson, verslunarstjóri Vinnupalla, og Sigríður í versluninni.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

Jafnvægi og jafnrétti mikilvægt

Sigríður segir bransann karllægan og því gott að heyra fjölbreyttar kvennaraddir á móti í FKA, en Vinnupallar fengu viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2020. „Mér finnst mikill fjársjóður að vera í FKA og þar er lykilatriði fyrir mig að hafa breidd af konum í ólíkum rekstri, ég er líka fjárfestir og með nokkur önnur félög í ólíkum rekstri, sem eru líka karllæg í yfirgnæfandi hluta. Við erum að iðka jafnvægi og jafnrétti á vinnustað Vinnupalla og það er jafnmikilvægt að ræða þau mál upphátt í þessum bransa, alveg eins og öryggismálin.”

Kynning úr blaði FKA og Vikunnar. 

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Sigurjón og skyr slá í gegn í nýrri herferð

Sigurjón Kjartansson framleiðandi með meiru fer með aðalhlutverkið í nýrri auglýsingu bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions. Aug­lýs­ing­in er...

Nýtt í dag

Framleiða hágæðahúðvörur úr úrgangi

Líftæknifyrirtækið Primex sem staðsett er á Siglufirði framleiðir ChitoCare-húðvörur en einnig fæðubótarefni og sjúkravörur sem hafa sýnt...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -