„Verstu mistökin að fara ekki eftir hjartanu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sjöfn Þórðardóttir, fjölmiðlakona, verkefnastjóri og stjórnandi þáttarins Matur og heimili á Hringbraut, er mikill matgæðingur og hefur einstaklega gaman af því að útbúa kræsingar, bæði til hátíðabrigða og hversdags. Sjöfn er í viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar og útbjó nokkra ljúffenga rétti fyrir lesendur.

Hver er fyrsta matarminningin þín? „Skyr, ég elskaði skyr þegar ég var barn og gat borðað stanslaust af skyri. Ég verð líka að nefna djöflatertuna hennar ömmu minnar, Sjafnar heitinnar, sem ég fékk fyrst sem barn og fannst fátt betra. Djöflatertan með ískaldri mjólk var það besta.“

Verstu mistök sem þú hefur gert í eldhúsinu? „Að fara ekki eftir hjartanu þegar ég er að elda eða baka. Sem dæmi þegar ég bakaði vatnsdeigsbollur í fyrsta sinn og fór eftir einhverri uppskrift sem sagði annað en mamma og amma höfðu ráðlagt mér að gera. Uss, þessar komu loftlausar og flatar út úr ofninum.“

Ertu dugleg að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu? „Já, ég nýt þess að prófa eitthvað nýtt og leika mér með alls konar bragð og hráefni. Það er einstaklega gaman að  prófa ýmis konar þjóðarétti úr íslensku hráefni og ávallt gaman að koma fjölskyldunni á óvart með nýjum réttum. Ég legg líka mikla áherslu á gæði hráefnisins sem ég vel og lífrænt er ávallt í fyrsta sæti, auk þess að mér finnst mjög gaman að elda úr hráefni beint frá býli og ferskt íslenskt grænmeti sem bæði gleður auga og munn. Inn á milli finnst mér líka mikilvægt að vera með einfaldan íslenskan heimilismat og gömlu góðu uppskriftirnar frá ömmum mínum eru gersemar, tala nú ekki um þegar kemur að bakstri.“

Lestu viðtalið við Sjöfn og sjáðu uppskriftirnar sem hún deilir með lesendum Vikunnar í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað og í áskrift.

 

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -