Veturinn er tími ástarinnar

Deila

- Auglýsing -

Á veturna færist oft meiri ró yfir fólk og það fer sér hægar en alla jafna. Svartasta skammdegið getur einnig verið rómantískur tími með kertaljósum, ófærð og innilokun.

Þá er um að gera að njóta stundarinnar og nota hugmyndaflugið til að ástin geti blómstrað sem aldrei fyrr.

Kertaljós eru mikið notuð á dimmasta tíma ársins og birtan af þeim er ótrúlega rómantísk.

Líf okkar snýst oftast heilmikið um mat og eldamennsku. Hvers vegna ekki að nota það í ástarlífinu. Það má taka með sér jarðarber og súkkulaði í rúmið, þeyttan rjóma, konfekt og restina af rauðvíninu frá því um kvöldmatinn. Oft er ótrúlega gaman að mata hvort annað og endurskapa sína eigin rómversku svallveislu.

Á veturna bæta margir á sig aukakílóum. Varla er hægt að hugsa sér betri leið til að eyða kaloríum en einmitt í skemmtilegum leik með hinum eina rétta í svefnherberginu. Vilji einhver meiri hreyfingu en þessa má bregða sér saman út að ganga eða á skíði. Notaleg þreytutilfinning í líkamanum er bara til að auka ánægjuna undir sænginni á eftir.

Kertaljós eru mikið notuð á dimmasta tíma ársins og birtan af þeim er ótrúlega rómantísk. Húðin glitrar sem aldrei fyrr, allar línur mýkjast og pokar og fellingar hverfa. Notið kertalýsinguna en munið að af opnum eldi er alltaf hætta.

Lykt getur haft einstaklega örvandi áhrif á fólk og algengt er að ilmvötn, baðsölt, freyðiböð, húðmjólk eða aðrir ilmgjafar séu gefnir í rómantískar smágjafir. Notaðu það sem þú færð af slíku óspart og til að vera viss getur þú verið búin að kaupa eitthvert lítilræði á baðherbergið sjálf/ur. Sennilega á það eftir að koma á óvart hversu mikla ánægju það getur gefið sjálfri/um þér að ilma vel að maður tali ekki um bólfélagann. Sú afslöppun sem næst í heitu ilmolíubaði er auk þess einn albesti undirbúningur fyrir að njóta þess að láta gæla við sig og láta vel að félaga sínum.

Skreyttu svefnherbergið. Gyllt, rautt, fjólublátt og svart eru litir erótíkurinnar. Þetta eru líka hlýir litir sem hægt er nota í svefnherberginu.

Láttu það eftir þér að kaupa falleg undirföt eða náttkjól. Silki gefur notalega tilfinningu og eykur sumum konum sjálfstraust að klæðast fallegum blúndufatnaði.

Gefðu honum sérútbúið gjafabréf að notalegu kvöldi eða ávísun á erótískt nudd. Gjafabréfið getur líka hljóðað upp á nektardans, að uppáhaldkynórar hans rætist, gælur og dekur í heilan dag o.s.frv. Möguleikarnir eru eiginlega bara takmarkaðir við ímyndunarafl gefandans.

Fáðu elskhuga þinn til að færa þér morgunverð í rúmið og berðu honum bakka í þakklætisskyni á rúmhelgum degi.

Skreyttu svefnherbergið. Gyllt, rautt, fjólublátt og svart eru litir erótíkurinnar. Þetta eru líka hlýir litir sem hægt er nota í svefnherberginu. Margir eiga sérstök rúmföt úr damaski, silki eða öðru vönduðu efni sem þeir nota eingöngu spari. Tilfinningin að liggja á mjúkum beð umvafinn hlýjum litum og fallegu skrauti er einstaklega góð og eykur ábyggilega næmni allra tauga hjá flestum.

Um helgar ættu allir að láta það eftir sér að liggja í rúminu fram eftir degi. Fáðu elskhuga þinn til að færa þér morgunverð í rúmið og berðu honum bakka í þakklætisskyni á rúmhelgum degi.

Fátt er skemmtilegra en að bregða sér í ýmis hlutverk og breyta til. Konur geta oft gerbreytt persónu sinni með því að farða sig öðruvísi en þær eru vanar. Augnlínupenni er eitt af þeim undratækjum sem snyrtivörufyrirtækin hafa gefið okkur og það er gaman að mála sig á nýjan hátt og koma sjálfri sér og elskunni sinni á óvart með uppátækinu.

Höfundur / Steingerður Steinarsdóttir
Myndir /pexels.com

- Advertisement -

Athugasemdir