Þrjú ár eru nú síðan þau Herdís Arnalds og Marinó Páll Valdimarsson stofnuðu Literal Streetart sem eru borgar -og götumyndir. Síðustu mánuði hafa þau svo unnið hörðum höndum af nýrri afurð sem þau nefna Codeart en hún samanstendur af einfaldri línuteikningu með sérstakri merkingu hvers viðskiptavinar.
„Hugmyndin að Literal Streetart kviknaði þegar við vorum á rölti í gegnum IKEA og sáum götukort af stórborgum á við London og Tokyo til sölu,” segir Marinó og heldur áfram. „Við stunduðum bæði nám erlendis í litlum bæjum í Evrópu og Bandaríkjunum og áttum erfitt með að finna svipuð kort af bæjunum okkar.
„Við fórum því í það að hanna kort af okkar eigin bæjum og gáfum ættingjum og vinum kort af sínum heimaslóðum eða stöðum sem því þótti vænt um.”
„Eftir góðar móttökur hófumst við síðan handa við að búa til vefsíðu sem gerði hverjum sem er kleift að hanna frá grunni kort af uppáhaldsstaðnum þínum. Kortin hafa slegið
í gegn á Íslandi og hafa pantanir af nánast hvaða smábæ á landinu borist til okkar.
Nýju vöruna köllum við Codeart vegna þess að þú skapar listaverkið í samvinnu við tölvukóða.” Fyrsta serían af Codeart ber nafnið Ráf og samanstendur af einfaldri línuteikningu sem riðlast af handahófskenndu ráfi þúsunda lína. Þú velur orð eða setningu sem hefur sérstaka merkingu fyrir þig. Innsláttur þinn er síðan dulkóðaður og gerður að algjörlega einstökum kóða sem tryggir það að myndin þín verður einnig einstök. Inni á vefsíðunni okkar www.literalcodeart.com getur þú prófað að búa til þitt eigið verk og séð hvernig orðin þín verða að fallegu listaverki.”
Viðtalið í heild má lesa í 21. tölublaði Vikunnar.
Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Hallur Karlsson.