• Orðrómur

Hélt að skriðan tæki alla fjölskylduna í einu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Seyðfirðingurinn Björt Sigfinnsdóttir horfði hjálparlaus á stærstu skriðuna úr fjallinu stefna beint á æskuheimili sitt þar sem faðir hennar og bræður voru inni. Fyrir eitthvert kraftaverk breytti skriðan um stefnu og fór fram hjá húsinu en upplifunin var hræðileg og hún glímir enn við eftirköst hennar. Björt hefur verið í sviðsljósinu frá fimmtán ára aldri, þegar hún var einn af stofnendum Listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði en lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum og tvisvar hefur hún upplifað algjöra kulnun eftir mikið álag í allt of mörgum störfum.

Elín Viðarsdóttir, fjölskyldusálfræðingur, löggiltur fasteignasali og geislafræðingur, segir frá viðburðaríku lífi sínu, en hún hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hefur rannsakað áhrif ofbeldis í nánum samböndum unglinga og að hennar mati er mikilvægt að einblína á uppeldi og fyrirmyndir heima fyrir þegar kemur að því að hjálpa unglingum að skapa heilbrigð samskipti og hamingjusöm sambönd.

- Auglýsing -

Olga Björt Þórðardóttir, útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings, Ásdís Ósk Valsdóttir, fasteignasali, og Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og útvarpskona, sitja fyrir svörum í þremur ólíkum efnisþáttum.

Í Málinu fjöllum við um kvíða. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar, úskýrir hvað kvíði er og hvað í honum felst, og hvernig best er að takast á við hann. Þjóðþekktir glíma einnig við kvíða.

- Auglýsing -

Í Vikunni má einnig finna umfjöllun um bækur, tísku, fræga fólkið og fleira, auk þess sem Deiglan, Lífreynslusaga Vikunnar, krossgátan, orðaleit og stjörnuspá Vikunnar eru á sínum stað.

Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða í vefverslun okkar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -