• Orðrómur

Vilborg Halldórs segir að til að halda áfram þurfi líka að líta til baka: „Velkomin í mína tilveru“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vilborg Halldórsdóttir, leikkona og leiðsögumaður, hefur svo sannarlega fundið fyrir áhrifum heimsfaraldursins en hennar starf, þar sem hún hefur tekjurnar, þurrkaðist einfaldlega út.

Vilborg hefur starfað sem leiðsögumaður í um það bil tvo áratugi og heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega haft áhrif þar eins og svo víða. „Já, mitt starf, þar sem ég hef tekjurnar, þurrkaðist út en það var í raun og veru ekkert rosalegt áfall af því að ég er svo vön að það er stundum ekkert og stundum fullt að gera. En eins og eftir hrunið hef ég stundum hugsað: „Velkomin í mína tilveru,“ en auðvitað erum við tvö, svo því sé haldið til haga. Ég hef samt alltaf verið mjög nægjusöm og nýtin og frekar leitað í einfaldleikann. Kannski er ég gömul sál,“ segir Vilborg og brosir.

„Mér finnst þessi tími hafa orðið til þess að við höfum öll þurft að fara nær kjarnanum. Og, eins og ég skrifaði í einum pistlinum mínum, til þess að halda áfram þarftu líka að líta til baka af því að maður er ekkert alltaf endilega að finna upp hjólið. Við þurfum að byggja á því sem vel hefur verið gert en ekki alltaf að henda því öllu. Það finnst mér dálítið svona eins og að sparka stoðunum undan sjálfum sér.“

- Auglýsing -

Lestu viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar sem fæst á næsta sölustað.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -