• Orðrómur

Vilborg Halldórsdóttir er ekki bara „Vilborg hans Helga“ og skapar sín eigin listaverk

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vilborg Halldórsdóttir, leikkona og leiðsögumaður, snerti strengi í hjörtum landsmanna í þáttunum Það er komin Helgi, sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í heimsfaraldrinum. Þar flutti hún ljóð og eigin hugrenningar á milli þess sem eiginmaður hennar, Helgi Björnsson, tók lagið með góðum gestum. Vilborg segir að vissulega hafi umræðan alltaf verið svolítið á þann veg að hún sé „Vilborg hans Helga“ en hún viti alveg hvernig hún eigi að breyta því.

„Áður en ég kynntist honum var ég frekar áberandi. Svo bara um leið og hann verður svona þekktur, bæði sem leikari og tónlistarmaður, þá verður sviðið meira hans. En hann gat ekkert að þessu gert og hann var ekki að ýta mér út í horn. Ég veit alveg hvernig ég á að breyta því að vera alltaf Vilborg hans Helga, það er með því að skapa mín eigin listaverk og ég er með nokkur í farvatninu,“ segir hún leyndardómsfull á svip.

Þegar þú lítur til baka, ertu sátt við hvernig lífið þitt hefur þróast?
„Ég myndi ekki segja, eins og sumir gera, að ég myndi ekki breyta neinu. Ég hefði gert hluti á alls kyns annan hátt, en ég get ekki breytt því. Þannig að ég er ekki að velta mér upp úr því, eða reyni það alla vega. Ég hef oft verið sorgmædd en þá hefur jógað bjargað mér og hestamennskan og útivistin. Auðvitað er maður ekkert alltaf syngjandi kátur, þannig er bara lífið. Stundum er maður glaður og stundum dapur. En verður líf fólks nákvæmlega eins og það vill að það verði? Ég er ekkert endilega viss um það, en maður verður að finna sér einhverja leið til að lifa lífið af.“

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -