„Vildi óska þess að þessi bók hefði verið til þegar ég var ófrísk“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það er aldrei hægt að undirbúa foreldra fyllilega fyrir komu barns. Fyrir það fyrsta eru þau öll ólíkir einstaklingar og þess vegna með mismunandi þarfir en þrátt fyrir það eiga ungbörn ýmislegt sameiginlegt. Það vita reyndar ljósmæður manna best. Sylvía Rut Sigfúsdóttir kynntist því eftir að elsta barnið hennar fæddist og þess vegna ákvað hún að taka saman á bók ráðin hennar Önnu ljósu en mörg þeirra höfðu reynst henni sjálfri mætavel.

 

Hvers vegna ákvaðst þú að taka saman bókina Fyrstu mánuðirnir: Ráðin hennar Önnu ljósu? „Fæðing frumburðar míns gekk því miður hægt og illa sem var erfitt fyrir okkur bæði,“ segir Sylvía Rut.

„Ég endaði í bráðakeisara sem var mikill léttir á þeim tímapunkti, hjartsláttur litla drengsins varð skyndi l ega hægur og ég vildi bara fá hann í fangið sem fyrst. Þegar hann kom í heiminn andaði hann ekki sjálfur til að byrja með, þegar hann fæddist heyrðist enginn grátur, ekkert hljóð og skyndilega færðust allir sem voru þarna viðstaddir í hinn enda skurðstofunnar. Ég lá á skurðarborðinu, með hendurnar fastar og tjald fyrir svo ég sá ekkert hvað var að gerast. Ég hafði ekki enn séð barnið mitt og óttaðist það allra versta á meðan læknarnir hjálpuðu honum í gang. Þegar hann byrjaði að anda fór hann strax upp á vökudeild, en ég fékk samt að gefa honum einn koss og sjá framan í hann í sekúndubrot áður en hann hvarf út um dyrnar.

„Þegar hann kom í heiminn andaði hann ekki sjálfur til að byrja með…“

Næst sá ég hann á skjánum á myndavélinni hjá manninum mínum, en hann flakkaði á milli okkar þangað til við vorum öll sameinuð á vökudeildinni. Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni þegar hann var tekinn úr kassanum og færður í fangið á mér. Við jöfnuðum okkur mjög hratt og vel líkamlega eftir þessa erfiðu fæðingu, svo tveimur dögum seinna vorum við komin heim. Stundirnar eftir að við komum með drenginn okkar af spítalanum leið mér algjörlega hræðilega enda var ég andlega alls ekki tilbúin að útskrifast. Ég var ótrúlega kvíðin fyrstu nóttina og hrædd um að barnið mitt myndi hætta að anda skyndilega og þorði varla að sofa.

Brjóstagjöfin gekk illa og ég missti algjörlega sjálf straustið, fannst ég ekkert vita hvað ég væri að gera og var líka bara enn í áfalli eftir fæðinguna. Daginn eftir kom Anna Eðvaldsdóttir ljósa heim til mín og á örfáum mínútum hafði hún náð að koma drengnum á brjóst, róa taugaveikluðu móðurina og gefa okkur foreldrunum fullt af sniðugum ráðum til að tækla allt sem við vorum að kljást við. Heimsókn hennar breytti gjörsamlega öllu og okkur leið öllum svo miklu betur. Ég man að ég hugsaði hvað það hefði verið frábært ef ég hefði vitað þetta allt áður en ég fór á fæðingardeildina og spurði hana í einlægni af hverju hún væri ekki búin að skrifa bók með öllum þess um frábæru ráðum. Mér datt þá ekki í hug að ég ætti eftir að skrifa hana sjálf nokkrum árum seinna. Ég nefndi þessa hugmynd svo aftur við Önnu eftir að ég tók viðtal við hana seinna, þegar ég var byrjuð að vinna sem blaðamaður. Þegar hún hringdi nokkru síðar og spurði hvort ég hefði enn áhuga, hikaði ég ekki í eina mínútu enda eru ráðin hennar þannig að þau verða alltaf jafngagnleg og mikilvæg.“

Esther Viktoría Ragn arsdóttir og Ari Arnaldsson teiknuðu gullfallegar myndir sem prýða bókina.

Ekki öll ráð jafngóð

Nú hefur svo margt verið skrifað fyrir verðandi foreldra og um umönnun ungbarna. Hvað finnst þér einkenna þína bók og gera hana gagnlegri? „Verð andi foreldrar fá mikið af ráðum úr öllum áttum, oft óumbeðið. Á Netinu, í bókum og Facebook­hópum má finna ýmislegt tengt börn um en það getur í sumum tilfellum gert verðandi og nýbakaða foreldra ringlaða. Anna hefur starfað sem ljósmóðir í meira en tuttugu ár og aðstoðað þúsundir foreldra í mæðra ­vernd, fæðingum og sængurlegu. Ég vildi því skrifa bók eingöngu með ráð um þessar reynslumiklu ljósmóður um þessa mikilvægu fyrstu mánuði, allt sem þú þarft að vita sett fram á einfaldan og að gengilegan hátt.“

Anna sagði sjálf eftir útkomu bókarinnar að hún hefði verið með hana í huga í mörg ár. Hún hafði fundið fyrir þörfinni í starfi sínu og ekki hvað síst þakklætinu þegar lausn fannst á vandamáli sem fólk hafði glímt við lengi. Þið leitist við að finna þær spurningar sem fólk helst þarf svar við og svara þeim.

En hvernig safn aðir þú þeim saman og valdir úr þær mikil vægustu?

„Þegar við fórum af stað í þetta verkefni byrjaði ég á því að skrifa niður allar spurningarnar sem ég hafði spurt Önnu að þegar hún kom til mín sem heimaljósmóðir og bað hana að taka saman algengustu spurningarnar sem hún fær í sínu starfi sem ljósmóðir. Ég er svo heppin að vera umkringd mörgum öðrum foreldrum og fékk ég því fólkið í kringum mig til að segja mér um hvað það hafði spurt eða lent í vandræðum með fyrstu mánuðina í lífi barna sinna. Svo hittumst við Anna og ég kom svörum hennar við öllum þessum spurningum og vandamálum á blað. Sjálf hafði Anna líka punktað hjá sér í mörg ár öll ráð sem höfðu virkað vel, sem hjálpaði ótrúlega mikið við skrifin. Út frá öllum þessum svörum og góðu ráðum byggði ég svo bók ina og skrifuðum við hana frá Önnu til verðandi og nýbakaðra foreldra,“ segir Sylvía Rut, en þess má geta að Esther Viktoría Ragnarsdóttir og Ari Arnaldsson teiknuðu gullfallegar myndir sem prýða bókina.

Mynd / Íris Dögg Einarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Nína ekki ólétt

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á...