Vinsæll meðal stjarnanna

Deila

- Auglýsing -

Valentino, eða Valentino Clemente Ludovico Garavani eins og hann heitir fullu nafni, hefur alla tíð verið þekktastur fyrir glæsikjóla sína og fyrir að vera sá fatahönnuður sem metur kvenleg form og hannar með þau í huga. Hann hóf ungur störf í tískuiðnaðnum og lærði af ýmsum hönnuðum sem unnu í nágrenninu.  Á ferli sínum var hann ekki hvað síst þekktur fyrir hárauðan lit sem á síðum tískublaðanna er gjarnan kallaður Valentino-rauður.

Kjólarnir eru einnig iðulega dásamlega skreyttir útsaumi, pallíettum, perlum og öðrum fíneríi sem auðvitað er handsaumað á. Pierpaolo hefur einnig umfaðmað rauða litinn en sett eigin svip á hönnunina. Valentino var rómantískur og það endurspegluðu fötin hans sannarlega.

Í gegnum tíðina eignaðist Valentino vináttu margra glæsikvenna. Það nægir að telja upp nöfn eins og Audrey Hepburn, Elizabeth Taylor, Jacqueline Kennedy, Jennifer Aniston, Gwyneth Paltrow og Elizabeth Hurley en fyrir allar þessar konur skóp hann glæsikjóla sem þær skörtuðu á rauða dreglinum. Ritstjórar tískutímarita hafa enda oft lýst því yfir að sú sem klæðist Valentino á Golden Globe, Óskarnum eða öðrum stórum Hollywood-uppákomum lendi aldrei á lista yfir þær verst klæddu.

Hann kunni einnig að meta glæsileg módel og meðal þeirra sem fengu fyrst að njóta sín á sýningarpöllunum hjá honum voru Naomi Campbell, Claudia Schiffer og Eva Herzigova. Þær héldu allar tryggð við hann allan starfsferil sinn og gengu á síðustu sýningu hans árið 2007 í Musée Rodin in Paris.

Naomi Campbell og Valentino. Mynd / EPA
- Advertisement -

Athugasemdir