Þriðjudagur 29. nóvember, 2022
6.8 C
Reykjavik

Eitt flottasta brugghús landsins – Hovdenak Distillery

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hákon Freyr Freysson og Brynja Hjaltalín eru fólkið á bak við eitt flottasta brugghús landsins, Hovdenak Distillery.


Fyrirtækið var stofnað 11. október árið 2018.
Tæpu ári síðar, í apríl 2019, fengu þau húsnæði í Hafnarfirði og þar er verksmiðjan nú.
Húsnæðið þurftu þau að taka í gegn, en það vafðist ekki fyrir Hákoni, sem er sannkallaður þúsundþjalasmiður.

Þá segir Brynja frá því að Hákon hiki einfaldlega ekki þegar hann fær góðar hugmyndir. Hvað þá þegar þarf að laga eða hrinda einhverju í framkvæmd.

„Hann fær oft hugmynd og svo sé ég hann bara nokkrum klukkustundum síðar,“ segir Brynja og glottir.
Þá er Hákon oftar en ekki búin að framkvæma það sem hann ætlaði að taka sér fyrir hendur og alltaf er vandað til verka.
Allar vélar, tæki og brugghúsið í heild sinni er hannað og sett upp af eigendunum.
Hovdenak Distillery er með fullkomnari brugghúsum landsins og margir góðir vinir þeirra komu að verkefninu.
Þá hefur Hákon fengið beiðnir um að smíða og hanna brugghús erlendis.


Framkvæmdagleði Hákonar hefur heldur betur borgað sig því Hovdenak Distillery fær hver verðlaunin á fætur öðrum, og það á stuttum tíma.

Eftir nokkurra ára tilraunir kom fyrsta og hin fullkomna vara í ljós, Stuðlaberg gin.

- Auglýsing -

Prufuflaska af Stuðlabergi var send til meistarans Henriks Hammer í Danmörku til smökkunar, þar sem hún var fljótlega samþykkt, og byrjaði þá boltinn að rúlla.
Hákon Freyr hafði framtíðarsýn og sá tækifæri til að nýta þekkingu sína og reynslu í vínframleiðslu og rekstri.
Því varð til sá draumur, að hanna eigin vöru og framleiða, að veruleika og gott betur en það.

Í ágúst 2020 hlaut Stuðlaberg gin gullverðlaun í World Gin Awards, sem er ein stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum í dag. Stuðlaberg fékk einnig gullverðlaun í Sviss og hlaut 94 stig af 100 mögulegum í International Drinks Specialists. Þar með er Stuðlaberg gin mest verðlaunaða gin sem framleitt er á Íslandi í dag.

Þá vann Loki vodka til gullverðlauna í Sviss fyrr á árinu í keppninni International Drinks Specialists. Loki fékk frábæra umsögn og 95 stig af 100 mögulegum.

- Auglýsing -

Rökkvi er kaffilíkjörinn þeirra, sem unninn er úr hágæða kaffibaunum frá Te og kaffi. Eins og þeim einum er lagið unnu þau til enn einna verðlaunanna og hreppti Rökkvi gullverðlaun í heimsmeistarakeppni líkjöra fyrr á árinu.

Síðast en ekki síst fékk Hvítserkur romm 94 stig af 100 mögulegum frá International Drinks Specialists. Jafngilda 94 stig gullverðlaunum.
Dómnefndina skipa sérfræðingar víðs vegar að úr heiminum.

Vörur Hovdenak Distillery hafa ekki bara vakið athygli vegna gæða og verðlauna.
Ljóst er að ekki síður hefur verið vandað til verka þegar kemur að hönnun, útliti og rammíslenskum heitum varanna.


Vörurnar má nú finna víðs vegar um allan heim.
Rökkva kaffilíkjör og Loka má til dæmis finna um borð í franska lúxusskemmtiferðaskipinu Ponant.
Þá hafa þau hjón fengið heimsókn frá Frökkunum oftar en einu sinni og hefur orðið til gott samstarf þeirra á milli.

Vörurnar má einnig nota í bakstur.

Rökkvi var gríðarlega vinsæll fyrir síðustu jól, sérstaklega í bakstur. Þá þótti þeim gríðarlega vænt um að fá fólk í heimsókn í Hafnarfjörðinn.
„Þá komu sumir með sörur til okkar að leyfa okkur að smakka,“ segir Hákon og bætir við að Rökkvi hafi verið notaður í allar mögulegar uppskriftir.

Þau Hákon og Brynja hafa frá ýmsu skemmtilegu að segja. Allt frá því hvernig hugmyndin að Hovdenak Distillery varð til og brugguninni að fróðleik ýmiss konar um þetta allt saman.
Þessi hlýju og skemmtilegu hjón hafa í nógu að snúast en einnig hafa þau tekið á móti litlum hópum til sín í bruggverksmiðjuna. Þar fær fólk að smakka á framleiðslunni og, að sjálfsögðu, heyra sögur.
Aðstaðan er hin glæsilegasta og sjón er svo sannarlega sögu ríkari.

Hovdenak Distillery er nú í samstarfi með þeim Erni Erlingssyni og Grétari Matthíassyni sem eru að hefja nýja matreiðsluþætti á vef Mannlífs í dag. Bera þættirnir nafnið Þarf alltaf að vera vín ?
Þá hefur þeim tekist einstaklega vel að breyta týpísku matreiðsluþáttum sem allir þekkja í afslappað og nútímalegt skemmtiefni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -