• Orðrómur

Eitt og annað í útileguna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hafið í huga að ef dagarnir eru heitir geta næturnar verið kaldar. Passið að hafa með föðurland og hlýja sokka til að sofa í og gott getur verið að hafa buff utan um hálsinn eða á eyrunum. Einangrun skiptir miklu máli, hafið dýnur í tjaldinu, góða svefnpoka, dúnúlpur og gott er að hafa aukaullarteppi meðferðis, það er ekkert gaman að verða kalt um miðja nótt þegar sofið er í tjaldi. Einangrun getur skemmst í svefnpokum, þannig að ekki fá lánaðan svefnpokann sem pabbi ykkar fékk í fermingargjöf án þess að búast við því að verða kalt.

Nauðsynlegt að hafa með

Sjúkrakassi er nauðsynlegur og ætti alltaf að vera meðferðis í útileguna enda getur allt gerst. Hægt er að kaupa tilbúna sjúkrakassa sem búið er að fylla á í apótekum. Hælsærisplástrar, brunakrem og sólarvörn ættu líka að fylgja með í ferðalagið.

Fyrir sælkera

Í útivistarbúðum er hægt að fá allt leirtau sem þarf fyrir útileguna. Meðal annars gaffal, skeið og hníf í einu setti og vínglös sem hægt er að brjóta saman. Það kemur sér vel fyrir sælkeraútilegur.

Glærir pokar

- Auglýsing -

Sniðugt er að fjárfesta í glærum plastkössum sem raðast auðveldlega í skottið á bílnum. Hafið einn fyrir eldhúsdót og annan fyrir þurrvörur, þannig sést auðveldlega hvar allt er og minnkar umstang. Síðan er hægt að hafa einn aukalega fyrir hlý föt og teppi ef nóg pláss er í skottinu.

Hlýtt teppi

Gott teppi með vatnsheldum botni tekur ekki mikið pláss í skottinu og getur gert nestisstoppin mun þægilegri og auðveldara að njóta þegar sitjandinn helst þurr.

- Auglýsing -

Smáatriði sem skipta máli

– Þvottaklemmur koma sér vel þegar hengja þarf viskastykki eða blaut föt til þerris. Gott er að nota böndin á tjaldinu til að hengja upp, einnig er sniðugt að fjárfesta í viskastykki og þunnu handklæði sem þornar fljótt.

– Ef bílaplássið býður upp á er gott að hafa ferðaborð og stóla með þar sem bekkjapláss er ekki alltaf nóg fyrir alla á tjaldstæðum.

– Höfuðljós koma sér alltaf vel, bæði þegar rata þarf á baðherbergi um miðja nótt eða lesa inni í tjaldi. Hægt er að dreifa birtunni með því að spenna höfuðljósið á stóran brúsa af vatni og láta ljósið skína inn í brúsann.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

dfkjpogv

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -