• Orðrómur

Geggjaður grænmetisréttur: Baunir með tómötum og chimichurri-mauki

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Súper góður og einfaldur grænmetisréttur.

Baunir með tómötum og chimichurri-mauki
fyrir 4
2 msk. olía
1 laukur, saxaður
2 tsk. kummin-duft
2 tsk. kóríanderduft
1 tsk. chili-duft
½ tsk. reykt paprika
400 g grænar linsubaunir, 1 dós
400 g rauðar nýrnabaunir, 1 dós
400 kjúklingabaunir, 1 dós
2 dósir tómatar
60 ml vatn
2 tsk. chipotle-mauk
60 ml sýrður rjómi
6 litlar tortillur

Hitið olíu á stórri pönnu og steikið lauk í um 5 mín. eða þar til hann verður mjúkur. Bætið kummini, kóríanderdufti, chili-dufti og reyktri papriku saman við. Hellið vel skoluðum baunum, tómötum, vatni og chipotle-mauki saman við. Látið malla í um 15 mín. eða þar til sósan fer að þykkna. Berið fram með chimichurri-mauki, sýrðum rjóma og t.d. stökkum tortillum. Hitið ofninn í 200°C, spreyið tortillurnar með olíuúða og kryddið með paprikukryddi. Glóðið í ofninum í 5 mín. eða þar til þær verða stökkar.

Chimichurri-mauk
½ rauðlaukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
½ tsk. paprikukrydd
125 ml ólífuolía
1 ½ msk. rauðvínsedik
handfylli fersk steinselja, smátt söxuð
2 msk. ferskt óreganó, saxað (1 ½ tsk. þurrkað)

Blandið öllu saman í skál og berið fram með baunaréttinum.

Til að gera bauna- og grænmetisréttina í þessum þætti enn gómsætari notuðum við fjölbreytt krydd og höfðum réttina fremur einfalda og mælum með að nota tilbúnar baunir í dós eða krukku sem fást víða nú orðið. Margir framleiðendur eru farnir að bjóða upp á gæðavörur í slíku formi á góðu verði. Réttirnir eru ætlaðir sem aðalréttir en að sjálfsögðu má hugsa þá með öðrum mat líka.

- Auglýsing -

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir
Myndir / Hallur Karlson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -