Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hunangskaka fyrir helgina – sjúklega góð!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir sem leggja leið sína í bakarí freistast til að fá sér hunangsköku eins og þessa hér að neðan. Auðvelt er að baka hana heima, hún er sæt og því drjúg og góð og upplagt að skella í eina.

Hunangskaka með smjörkremi
fyrir 12

330 g hveiti
4 msk. kakó
1 tsk. matarsódi
½ tsk. salt
½ tsk. hjartarsalt
½ tsk. negull
½ tsk. kanill
1 ¼ dl hunang (hitað aðeins svo það verði fljótandi)
150 g sykur
2 stór egg
1 tsk. vanilludropar
1 dl olía
180 g sýrður rjómi eða hrein jógúrt

Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í botninn á 22-24 cm smelluformi og berið olíu innan á hliðarnar. Sigtið hveiti, kakó, matarsóda, salt og hjartarsalt saman í skál. Þeytið, hunang, sykur, egg og vanilludropa vel saman. Blandið því út í hveitið ásamt olíu og jógúrt. Blandið mjög vel saman. Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í 50 mín. Hún er bökuð þegar prjóni sem stungið er í hana kemur hreinn út. Kælið kökuna. Ef þið ætlið að nota hana strax er gott að kljúfa hana í miðju svo botnarnir verði tveir og kæla hana þannig.

Fylling og hjúpur:

200 g flórsykur
150 g smjör, mjúkt
1 lítið egg
1 tsk. vanilludropar

- Auglýsing -

1 ½ dl hindberja- eða jarðaberjasulta
150 g súkkulaði, brætt
½ appelsínu, börkur af

Hrærið saman flórsykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Bætið eggi og vanilludropum út í og þeytið vel saman. Leggið kökuna saman með hindberjasultu á botninn og smjörkreminu ofan á það. Pressið kökuna saman og jafnið kremið allan hringinn svo ekki gapi inn á milli botnanna. Hjúpið kökuna með súkkulaði. Skreytið með appelsínuberki.

Umsjón / Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -