Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Hveiti- og sykurlaust kex

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er lítið mál að útbúa ýmiskonar kex úr hnetum og fræjum og sleppa þar með hveiti og sykri. Þetta næringarríka kex er stútfullt af hollustu og er tilvalinn valkostur við brauð þegar skera á niður kolvetni í mataræðinu.

Fíkju- og valhnetukex
u.þ.b. 25 stk.

Haframjöl telst varla til kolvetnasnauðs fæðis en það er glútenlaust, gríðarlega næringarríkt og hollt fyrir okkur. Haframjöl er talið lækka hættuna á að fá áunna sykursýki, lækka kólesteról, draga úr hættu á hjartasjúkdómum og hjálpa til við þyngdarstjórnun. Það er því góður valkostur fyrir þá sem vilja sleppa hveiti.

3 dl haframjöl
40 g mjúkt smjör
2 greinar ferskt rósmarín, laufin smátt söxuð (eins má nota 2 tsk. af þurrkuðu rósamaríni)
2 msk. hörfræ
½ tsk. salt
3-4 dropar stevía
½ dl rjómi
8 gráfíkjur, skornar smátt
40 g valhnetur, smátt saxaðar
1 egg

Setjið haframjöl í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til það er orðið að fínu mjöli. Bætið smjöri, rósmaríni, hörfræjum, salti, stevíu og rjóma saman við og látið ganga í stutta stund. Setjið gráfíkjur, valhnetur og egg saman við og blandið vel. Látið deigið á bökunarpappír og mótið lengju sem er u.þ.b. 4 cm í þvermál. Vefjið rúlluna inn í bökunarpappírinn og setjið í kæli í a.m.k. 1 klst.
Stillið ofn á 175°C. Skerið rúlluna í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar og raðið þeim á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Bakið í u.þ.b. 20 mín. Látið kólna.

Sítrónukex
u.þ.b. 25 stk.

100 g möndlumjöl
50 g kókosmjöl
2 msk. birkifræ
½ tsk. salt
2 msk. kókosolía
2 msk. hunang
safi og börkur af ½ sítrónu

- Auglýsing -

Stillið ofn á 175°C. Blandið saman möndlumjöli, kókosmjöli, birkifræjum og salti. Hitið kókosolíu, hunang, sítrónusafa og sítrónubörk varlega saman í potti og blandið saman við þurrefnin. Fletjið deigið þunnt út á milli tveggja arka af bökunarpappír. Takið efri örkina varlega af og skerið í bita með pítsukera. Bakið í 8-10 mín. Látið kólna alveg.

Texti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir
Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -