Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Kjötsúpa með lambaskönkum sem nærir líkama og sál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessi súpa eru stútfull af góðu hráefni sem nærir bæði líkama og sál, sem er einmitt það sem við þurfum í skammdeginu.

 

Flestir þekkja íslenska kjötsúpu. Algengast er að nota gulrófur, gulrætur og hvítkál í súpuna og svo annaðhvort haframjöl eða hrísgrjón og bæta síðan þurrkuðum súpujurtum saman við. Kjötsúpa er í augum margra dæmigerður íslenskur matur. Það er góð hugmynd að elda stóran skammt af kjötsúpu áður en farið er í útilegu eða einhverskonar útivist og hita svo upp. Mikið úrval er til af góðum ílátum sem hægt er að setja súpuna í svo er hún bæði holl og saðsöm og hentar því fyrir alla fjölskylduna.

Ég ákvað að búa til kjötsúpu með lambaskönkum sem eru fituminni en hefðbundið súpukjöt og svo lék ég mér með grænmetistegundir ásamt hinu íslenska perlubyggi. Þetta kom ljómandi vel út. Kjötið og grænmetið var eldað í ofni en að sjálfsögðu má skella öllu saman í pott og útbúa súpuna á gamla mátann.

Ef súpan er elduð í ofninum er mikilvægt að nota pottjárnspott sem má fara í ofn.

Kjötsúpa með lambaskönkum

fyrir 6-8

- Auglýsing -

3 lambaskankar
2 msk. smjör
4 tsk. timjan, þurrkað
2 tsk. sjávarsalt
1 tsk. pipar
1,5 l vatn
60 g fljótandi grænmetiskraftur, t.d. frá Tasty
búnt steinselja, saxað
8-10 perlulaukar, má vera annar laukur
4 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
½-1 sellerírót, skorin í teninga
2 lárviðarlauf
250 g kartöflur að eigin vali, skornar í bita
1 ½ l vatn
salt og pipar

Hitið ofninn í 170°C. Steikið skankana í smjöri á pönnu eða í potti sem má fara í ofn í nokkrar mínútur. Kryddið með timjani og pipar og saltið. Hellið 200 ml af grænmetissoði í pottinn og setjið í ofninn í klst.

Setjið grænmetið og kartöflurnar í pottinn ásamt steinselju og bakið áfram í 40 mín. Sjóðið perlubyggið í 15 mín. Takið pottinn úr ofninum og bætið afganginum af vatninu saman við ásamt perlubygginu.

- Auglýsing -

Hitið allt saman og bragðbætið með salti og pipar.

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Hallur Karlsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -