Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Sjúklega góð sítrónubleikja á 15 mínútum – máltíðirnar gerast ekki einfaldari og betri!

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á þessum árstíma er vel við hæfi að hafa bleikju í matinn enda veiðist hún víða um þessar mundir en hún fæst einnig í flestum fiskverslunum. Þessi réttur er algert sælgæti en það er einfaldleikinn í honum sem er svo heillandi. Þeir sem vilja aftur á móti breyta til eða poppa uppskriftina upp, ættu að prófa að setja kryddjurtir eins og dill eða steinselju saman við og einnig er gott að setja ögn af kapers út á og smávegis hvítlauk og rautt chili-aldin. En ef hráefnið er gott þarf ekki að flækja þennan rétt.

 

Sjá einnig: Hvað eiga sítrónur sameiginlegt með krossförunum? Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um sítrónur

Sítrónubökuð bleikjuflök
fyrir 4

4 bleikjuflök
40 g smjör
salt og nýmalaður pipar
2 sítrónur

Hitið ofninn í 200°C. Setjið bökunar pappír á ofnplötu og smyrjið vel með smjöri, einnig má nota eldfast mót. Beinhreinsið bleikjuflökin með töng eða plokkara og leggið þau með roðhliðina niður á plötuna. Berið vel af smjöri ofan á bleikjuna og kryddið með salti og pipar. Skerið sítrónur í þunnar sneiðar og leggið ofan á fiskinn. Bakið í 10 mín., tíminn fer þó eftir þykkt flakanna. Berið fram með soðnum kartöflum og spergilkáli eða öðru góðu grænmeti eða jafnvel grænu salati. Fiskurinn er mjög góður kaldur daginn eftir og þá með salati og tartarsósu eða majónesi bragðbættu til dæmis með fáfnisgrasi.

Uppskrift/Sigríður Björk Bragadóttir
Stílisti/Ólöf Jakobína Ernudóttir
Mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -