Sunnudagur 24. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Þess vegna borðar þú tapas

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á meðal þeirra þjóðarrétta sem vaxa að vinsældum eru litlu smá- réttirnir, þekktir sem spænskir tapas. Í samanburði við aðrar hefðir þjóða þegar kemur að mat er upphaf smáréttanna ekki eins vel þekkt. Sögusagnir um uppruna réttanna eru nokkrar en sumir vilja meira að réttina megi rekja til spænsks konungs að nafni Alfonso meðan aðrir segja að bændur hafi fundið upp smáréttina sem fólk borðar nú um allan heim.

Það mun líklega aldrei fást staðfest hver það var sem fann upp tapas en sögurnar eru svo sannarlega skemmtilegar og þær hljóða svo:Fyrsta sagan segir að Alfonso konungur 10. hafi verið haldinn alvarlegum sjúkdómi. Á meðan hann var veikur mátti hann aðeins taka inn litla skammta af mat með litlu magni af víni. Eftir að hann jafnaði sig gaf konungur út tilskipun um að ekki væri boðið upp á vín nema því fylgdi matur.Önnur sagan segir að orðið „tapa“ komi frá spænska orðinu „tapar“ sem þýðir „að hylja“. Alfonso konungur ferðaðist til Cádiz og stoppaði á krá á vindasömum degi. Til að halda ryki og sandi frá drykk konungsins setti barþjónninn skinkusneið ofan á. Konungurinn elskaði þetta svo mikið að hann pantaði annan drykk. Sumir vilja líka segja að tapas hafi verið búið til,til að fela vonda lykt af ódýru víni eða til að halda fjarri leiðin- legum flugum.

Þá eru til sagnfræðingar sem telja að tapas sé fundið upp hjá bændum og verkamönnum. Þeir borðuðu litlar máltíðir með víni yfir daginn til að fá nauðsynlega orku á milli mála. Samahver raunverulegur uppruni er, þá er tapas tilvalin leið til að prófa bragðlaukana og lifa sig inn í menningu Spánar.Tapas er sjaldan borið fram án áfengis á Spáni. Réttirnir eru ekki ætlaðir sem heil máltíð heldur ljúffengur matur sem millimál.

Tapas eru litlir diskar af mat sem eiga að vera fáanlegir með víni. Tapasréttirnir sjálfir geta bókstaflega verið hvaða tegund af mat sem er – allt frá hnetum, ólífum og ýmsu kjöti eða ostum – svo framarlega sem það er borið fram á litlum diski með áfengi. Þá er talinn mikilvægur þáttur í því að fá sér Tapas að fólki hittist, borði, spjalli um daginn og veginn og aðal atriðið er…að njóta!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -