Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þessa tapas rétti átt þú að panta þér á Spáni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú þegar Covid er loksins gengið yfir – í bili að minnsta kosti, virðast margir ætla að skella sér út í sólina. Spánn verður oftast fyrir vali hjá Íslendingum þar sem landinn er oft orðinn þyrstur í sólina. Vinsældir tapasrétta eru mismunandi eftir stöðum á Spáni, ótrúlegt en satt, en hér að neðan er hægt að fræðast um hvað þú ættir að panta þér á hverjum stað. Ef leið þín liggur ekki út í sólina er tilvalið að nýta uppskriftirnar hér að framan, og upplifa brot af Spáni heima í stofu.

Katalónía: Eins einfalt og það hljómar, þá er pan con tomate – brauð með tómötum – einn af ljúffengustu tapasréttum á svæðinu. Lykilatriðið hér er heimabakað brauð og ferskir, þroskaðir tómatar. „Kartöflu- sprengjur“ koma frá ströndinni í Barcelona og hægt er að hugsa um þær sem útgáfu af krókett. Kartöflur og nautahakk djúpsteikt í fullkomna, litla kúlu toppað með bravas-sósu og alioli – Namm!

Madríd:Gambas al ajillo – steiktar rækjur í brakandi hvítlaukssósu – eru orðnar einn af vinsælustu tapasréttum á Spáni. Hins vegar eiga þeir rætur að rekja til Madríd. Þrátt fyrir að vera inni í miðju landi er sjávarfangið ferskt og rækjutapasið það allra vinsælasta.

Valencia: í borginni Valencia snýst allt um sjávarfang! Safaríkur kræklingur og ansjósur er einfalt og bragðgott. Annar litríkur og staðbundinn tapasréttur er esgarraet – ferskt salat gert með þorski, papriku og nógu af ólífuolíu. Sumir staðir bjóða jafnvel upp á paella í tapasformi líka

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -