Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sökk djúpt í þunglyndi í kjölfar systurmissis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðlastjarnan og leiklistarneminn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn af þeim sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún.

Í viðtali á vefsíðu verkefnisins segir Aron á einlægan hátt frá glímu sinni við þunglyndi og kvíða.

„Ég er þessi hefðbundni kvíðasjúklingur, sem ég held að við Íslendingar séum upp til hópa. Á sumrin erum við í þriggja mánaða gleðivímu og svo dettum við í sex mánaða skammdegisþunglyndi. Þetta er svona íslenska rútínan, myndi ég segja. Æska mín einkenndist af stöðugum flutningum sem varð til þess að ég setti upp grímu og var því alltaf í hlutverki glaumgosans. Það var auðveldara að fitta inn þannig. Það kemur manni langt að vera opinn og hress en til lengri tíma litið gerir það engum gott,“ segir Aron í viðtalinu.

Líkaminn setti upp varnarvegg

Aron var átján ára þegar hann missti litlu systur sína, en hún varð undir bíl í fjölskylduferð. Hann segir að systurmissirinn hafi haft mikil áhrif á sig og sitt andlega ástand.

„Ég hef alltaf fundið fyrir þunglyndi en eftir að ég missti systur mína þá sökk ég djúpt. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað var að gerast. Líkaminn setti upp einn heljarinnar varnarvegg. Ég var alveg tómur og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við umhverfi mínu,” segir Aron, sem greip til ýmissa leiða til að deyfa sársaukann.

„Mér leið svo rosalega illa að ég fór að skaða sjálfan mig með eiturlyfjum, drykkju og klámi. Það var ekki fyrr en ég algjörlega fríkaði út að fólkið í kringum mig sagði að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Ég leitaði til sálfræðings sem hjálpaði mér að skilja hvað það væri sem ég var að upplifa. Ég var í tvö ár hjá honum og nýti mér þau verkfæri sem hann kenndi mér enn í dag, þau hjálpa mér mikið.“

- Auglýsing -

Hætti að drekka, reykja gras og horfa á klám

Hann segir að námið í listaháskólanum hafi neytt sig til að opna sig og láta grímuna falla.

„Leiklistin neyddi mig til þess að opna mig. Þú þarft að vera samkvæmur sjálfum þér ef þú ætlar að taka þátt í þessu námi. Það þarf að vera 100% traust á milli einstaklinga í bekknum. Á þeim tíma var ég ekki tilbúinn til þess, sem varð til þess að ég féll um eitt ár. Ég fann að ég þurfti verulega að breyta einhverju. Ég sneri blaðinu algjörlega við og hætti að drekka, reykja gras og horfa á klám, sem var allt orðið vandamál á þessum tímapunkti.“

- Auglýsing -

Í framhaldinu flutti Aron á Flúðir og vann við liðveislu, og síðar fór hann í hálfs árs ferðalag til Suður-Ameríku. Hann segist hafa snúið til baka sem nýr maður en að hann finni enn fyrir kvíða.

„Í dag einkennist kvíðinn minn af þessari hugsun að ég sé ekki nógu góður. Að ég sé ekki að gera nóg til að ná árangri í lífinu. Ég bý mér til fullt af verkefnum og er mjög upptekinn. Um leið og ég er ekki á fullu að vinna fer ég í lægð. Ég hugsa: „Vá, ég er ekki að gera neitt við líf mitt.“ Ég held alltaf að ég eigi að vera að gera eitthvað. Þegar ég er undir mikilli pressu þá er ég ekkert kvíðinn en þegar enginn ætlast til neins af mér þá finn ég fyrir þessum kvíða. Það er ótrúlega skrítið. Ég er búinn að vera að æfa mig að vera heima og slaka á, sem er mjög erfitt fyrir mig.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -