Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Tyrkneskur hakkarahópur segir árásum á íslenskar vefsíður verði haldið áfram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tæknimenn Isavia hafa náð tökum á tölvuárásinni sem herjaði á síðuna í gær. Vefsíðan nú að mestu sýnileg notendum. Þá biðst Isavia velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda farþegum og viðskiptavinum þeirra.

Þetta kemur fram í tilkynningu á kefairport.is.

Vefsíða Isavia, sem birtir flugupplýsingar fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli, lá niðri í um tvo tíma vegna tölvuárása í gær. Samkvæmt tilkynningunni er um að ræða svokallaða ddos árás. Þá er framkölluð umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda. Með þeim hætti náðu óprúttnir aðilar að gera vefsíðuna óvirka.

Samkvæmt frétt tyrkneska fjölmiðilsins Yeni akit standa tyrkneskir hakkarar á bak við árásina. Hópurinn, sem kallar sig Anka Neferler Tim, hafi með þessu ætlað að hefna fyrir móttökur sem tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta fékk á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld. Hakkarahópurinn heldur úti Twitter-síðu. Þar má sjá færslur sem fjalla um árásir á síðu Isavia. Þá er einnig tekið fram að árásunum verði haldið áfram.

Tæknimenn hafa unnið að því að verjast þessum árásum og er vefsíðan nú að mestu sýnileg notendum. Þó getur það tekið lengri tíma fyrir einhverja notendur að komast inn á vefinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -