Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Volvo XC40 og XC60 bílar ársins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allt virðist ganga upp hjá frændum okkar Svíum þessi misserin. Karlalandsliðið fer á HM í Rússlandi, IKEA-geitin brann ekki og Volvo hreppir titilinn bíll ársins.

åkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Volvo kemur einkar vel undan vetri en fyrirtækið bætti afkomu sína töluvert árið 2017. Þetta er í raun fjórða árið í röð sem fyrirtækið fer fram úr væntingum, en Volvo seldi nær fjórðungi fleiri bíla á síðasta ári en 2016. Munar þar mest um nær helmingsaukningu í Kína. 571.577 voru bílarnir í heildina, svona fyrir þá sem vilja nákvæma tölu. Þessi söluaukning skilaði sér í 27,7% aukningu á rekstrarhagnaði.

Það eru ekki bara peningar sem streyma til Volvo heldur líka verðlaunin. Þannig var XC40 á dögunum valinn bíll ársins af tímaritinu WhatCar? sem og bíll ársins bæði í Bretlandi og Evrópu.

En stóri sigurinn kom í vikunni þegar stóri bróðir, XC60, var valinn bíll ársins 2018 af samtökum bílablaðamanna.

Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo vinnur þennan eftirsótta titil. Bar Volvo sigurorð af Range Rover Velar og Mazda CX-5, sem einnig þóttu skara fram úr.

Í ofanílag var forstjóri Volvo, Håkan Samuelsson, valinn maður ársins í bílaiðnaðinum á sýningunni í Genf (World Car Person of the Year 2018), en það er ekki síst talið honum og áherslubreytingum hans að þakka að Volvo selst nú eins og Malm-kommóður í IKEA.

Næstu skref Volvo eru að færa sig enn frekar yfir í rafmagnsbílana, eins og virðist vera tilhneiging flestra bílaframleiðanda. Viljinn er sýndur í verki í framleiðslu á Polestar 1, einkar kraftmiklum tvinnbíl sem kemur á markað á næsta ári.

- Auglýsing -

Fyrir áhugasama er von á XC40 hingað til lands á svipuðum tíma og páskahretið skellur á okkur. Fyrir þá allra áfjáðustu er víst til eitt eintak á landinu til reynsluaksturs hjá umboðinu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -